Auglýsingablaðið

342. TBL 11. janúar 2007 kl. 01:49 - 01:49 Eldri-fundur

Auglýsingablað 342. tbl. 11. nóv. 2006


Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudagurinn 12.nóv.: Bænastund í Möðruvallakirkju kl. 21:00

Sóknarprestur


-------

Kæru vinir

ég þakka ykkur öllum, sveitungum og  kvenfélagskonum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns, föður, tengdaföður afa og langafa Sigurðar Snæbjörnssonar.

Guð veri með ykkur öllum,
Rósa á Höskuldsstöðum og fjölskylda


-------

Frá Hrafnagilsskóla

í tilefni Dags íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember verður hátíðarsamkoma í íþróttahúsi skólans kl. 14:00 ? 16:00.
Nemendur hafa undanfarna daga verið að kynna sér verk þriggja skálda, þeirra þórarins Eldjárns, Vilborgar Dagbjartsdóttur og Hallgríms Helgasonar. á samkomunni munu þeir kynna hluta af því sem þeir hafa unnið og flytja efni úr verkum þeirra. Einnig syngur skólakór Hrafnagilsskóla fáein lög.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

10. bekkur selur veitingar af kaffihlaðborði. Verð: 16 ára og eldri 800 kr. grunnskólanemendur 400 kr. og frítt fyrir yngri börn.

-------


RISTRUFLANIR

í Freyvangi í kvöld

þá er komið að því sem hér um bil allir hafa beðið eftir! Kabarett Freyvangsleikhússins er að bresta á með allri þeirri stjarnfræðilegu stemmingu sem fylgir. Kabarettinn er einstök skemmtun enda ekki á hverjum degi sem fólk getur horft á klukkutíma langa skemmtidagskrá og skellt sér á ball strax á eftir. þú vilt ekki missa af þessu!  það verður hljómsveitin Gilsbræður sem heldur uppi fjörinu fram á rauða nótt.

Skemmtiatriði hefjast kl. 21.30. ; Húsið verður opnað klukkutíma fyrr. ; Miðaverð er 2000 kr. ; 16 ára aldurstakmark

ATHUGIð
Ekki verður tekið við greiðslukortum.

www.freyvangur.net

Tilkynning: þeir sem hafa áhuga á að kaupa Neyðarkellinguna til styrktar hjálparsveitinni Dalbjörgu, skulu hafa samband við Rútsstaðabræður sem hafa af einstakri fórnfýsi boðist til að passa lagerinn.


-------

Leiðalýsing

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu annar eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 2.000.-

Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894 0283 eða Stefáni í síma 864 6444.

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi


-------

Kynningarfundur

Frambjóðendur til prófkjörs sjálfsstæðismanna 25. nóvember n.k., halda kynningarfund í Freyvangi mánudagskvöldið 13. nóvember kl. 20:30.
Kaffi og meðlæti.

Fjölmennum - fulltrúaráðið


-------

Eru mýsnar vandamál?

Besta lausnin er góður veiðiköttur. Kassavanir kettlingar fást gefins í Holtseli. Móðirin er mikilvirkur meindýraeyðir.

Upplýsingar í síma Sími 4631159 og 8612859


-------

Samherjar

(Fyrir foreldra sem eiga börn í frjálsum)

Foreldrafundur verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20:00. á fyrri hluta fundarins verður fjallað um hvaða hugmyndir foreldrar hafa á fjáröflunarleiðum í vetur. á seinni hluti fundarins verður farið yfir mót sem fyrirhugað er að halda nú í nóvember og að sjálfsögðu verður pláss fyrir önnur mál. Foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta og spyrja spurninga.

Kveðja,foreldraráð í frjálsum

 

-------

Hitaveita - Hólsgerðislaug

Sveitarstjórn boðar til fundar þar sem ræddar verða hugmyndir að nýtingu Hólsgerðislaugar. Farið verður yfir  hugsanlega valkosti, tæknilegar forsendur og kostnaðaráætlanir. á fundinn mæta ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur hjá íslenskum orkurannsóknum, og fulltrúi Verkfræðistofu Norðurlands ehf.

Fundurinn verður í Sólgarði miðvikudaginn 15. nóv. kl. 20.00.

Sveitarstjóri



Getum við bætt efni síðunnar?