Auglýsingablaðið

351. TBL 16. janúar 2007 kl. 16:52 - 16:52 Eldri-fundur

Opnun sundlaugar við Hrafnagilsskóla

Laugardaginn 13. jan. 2007 verður ný sundlaug við Hrafnagilsskóla og nýbygging við Leikskólann Krummakot formlega tekin í notkun sbr. kynningu í dreifibréfi fyrr í vikunni. Athöfnin verður í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla og að henni lokinni verður opið hús til kl. 16:00 og þá verður gestum boðið að skoða þetta nýja íþróttamannvirki og skólana á svæðinu. þá verður hægt að bregða sér í sundi milli kl. 15.00 og 17.00, og á sunnudeginum 14. jan. verður laugin opin frá kl. 10.00 til 16.00 og er aðgangur ókeypis báða dagana.

Fyrst um sinn verða svo opnunartímar þessir:

Virka daga: kl. 06.30 - 08.00 og kl. 17.00 - 21.00.
Um helgar kl. 10.00 - 16.00.

Opnunartímar kunna að breytast síðar eftir aðsókn.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

-------

Stöðvunarskylda

Athygli vegfarenda er vakin á því að stöðvunarskyldumerki hefur verið sett upp við gatnamót Leiruvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri.

ökumenn sem koma Eyjafjarðarbraut eystri að Leiruvegi hafa því skilyrðislausa stöðvunarskyldu áður en þeir aka inn á Leiruveginn.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

-------

Til íbúa Eyjafjarðarsveitar !

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem komu að uppbygginu nýrrar sundlaugar við Hrafnagilsskóla samstarfið á liðnum mánuðum og óskum íbúum Eyjafjarðarsveitar til hamingju með nýja sundlaug.


-------

 

Athugið

Allur búnaður til meindýravarna í verslun okkar varnir.is
Límbakkar, Safnkassar, Minkagildur, vinnufatnaður, Kuldagallar. Peysur, ofl.
Eyði meindýrum, s,s, skordýrum silfurskottum, músum og rottum.

Magnús Svavarsson meindýraeyðir
Sími 461-2517 og 898-2517 Varnir.is

 

-------

Auglýsing

um deiliskipulag í Eyjafjarðarsveit.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi rúmlega 3ja ha. svæðis fyrir 4 einbýlishús í landi Leifsstaða. Svæðið er austan Leifsstaðavegar og sunnan Brúarlands.

Tillagan er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og verður hún til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 16. jan. til og með 13. feb. 2007. þeir, sem vilja gera athugasemdir við tillöguna, skulu skila þeim með skriflegum hætti á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 27. feb. 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Bjarni Kristjánsson
sveitarstjóri.

 

-------

Fundarboð

Föstudaginn 19 janúar, bóndadag kl. 20:30 ætla hrossabændur í Hrossaræktarfélaginu Náttfara að koma saman í Funaborg og horfa á mynband með stóðhestum frá síðasta Landsmóti.

Með von um góða mætingu og fjörugar umræður.

Stjórnin


-------


Uppbygging í Funaborg

Góðir Funafélagar og velunnarar. áfram verður unnið í sal Funaborgar.
Næsti vinnudagur er fyrirhugaður kl. 13:00 - 17:00, sunnudaginn 14. janúar. þeir sem sjá sér fært að mæta taki með sér smíðaverkfæri.

Stjórn Funa


-------

Fjáröflun 10. bekkjar Hrafnagilsskóla

Kæru sveitungar.

Við verðum á ferðinni næstu daga til að safna dósum og flöskum. í leiðinni bjóðum við til sölu rafhlöður af ýmsum stærðum og gerðum, hákarl af bestu gerð, beint að vestan og mjúka endingargóða klósettpappírinn sem allir eru farnir að þekkja. Ef þið eruð ekki heima þegar við komum og þið viljið losna við dósir og flöskur og/eða panta rafhlöður, hákarl og klósettpappír getið þið hringt í Hrafnagilsskóla (sími: 484 8100, Nanna) og við munum koma til ykkar við fyrsta tækifæri.

- Rafhlöðurnar kosta 500 kr.
- Hákarlinn verður seldur í bitum. Kílóverðið er kr. 3000.-
- Klósettpappírinn er seldur í hálfum og heilum pakkningum:
Hálf pakkning (24 rúllur) kostar 2.250 krónur
Heil pakkning (48 rúllur) kostar 4.500 krónur

Ef þið hafið hug á því að versla við okkur er afskaplega gott að vera búin að gera ráðstafanir og hafa handbæra peninga þar sem við erum ekki með kortaposa.

Með kærri kveðju og von um góðar móttökur
árgangur 1991 í Hrafnagilsskóla


-------


Förðunarnámskeið

Loksins - Loksins

Jæja núna eru að hefjast hin sívinsælu förðunarnámskeið, svo núna er tækifærið. Hvernig væri að mála sig fitt og flott fyrir þorrablótið, djammið eða árshátíðina.

á námskeiðinu lærir þú náttúruförðun, dagförðun, létta kvöldförðun ásamt litavali, meikvali ásamt ýmsum trixum úr branasnum.

Endilega látið þetta ekki fram hjá ykkur fara. Flott fyrir saumaklúbba, vinahópa og alla sem áhuga hafa á fallegri förðun og réttum handtökum.

Námskeið fyrir unglinga verða 17. og 18. janúar.
Aldursbilið verður 14-16 ára. Verð 3.000.-

Námskeiðin fyrir fullorðna verða 19., 20. og 21. janúar. Verð 4.000.-

áhugasamir hringi í síma 864 3199.

Selma Sigurbjörnsdóttir
Förðunarmeistari frá No Name

 

-------

þorrablót Eyjafjarðarsveitar 27. janúar 2007

þemað í ár er "GALA"

á þorrablót þrömmum brátt sveitungarnir
það gerum við árlega að þjóðlegum sið
allir koma með sitt
bæði þetta og hitt
og í trogunum flestum verða víst svið

Blótið það kemst ekki á flottari skala
allir svo spenntir um annað ei tala
þetta ár er mjög gott
verðum á því svo flott
og mætum þar öll sem eitt rosa "GALA"
Miðapantanir frá klukkan 19-22 miðvikudaginn 17. fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. janúar.
Fyrir Saurbæjarhrepp: Herdís í Litla Garði í síma: 463 1249 - 863 3311
Fyrir öngulsstaðarhrepp: Auður í Hólshúsum í síma: 463 1145 - 869 8430
Fyrir Hrafnagilshrepp: Bjarkey í Hrafnagilsskóla í síma: 462 1705 - 891 8356

áríðandi er að miðarnir séu pantaðir hjá réttum aðila.

Miðasala verður á skrifstofu sveitarinnar á venjulegum opnunartíma mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. janúar. þann 23. verður einnig miðasala þar um kvöldið frá 20-22.

Miðaverð er aðeins 2500,- varla þarf að taka það fram að einungis er hægt að greiða með peningum á staðnum.

Húsið (íþróttahúsið við Hrafnagilsskóla) verður opnað kl. 20:00 og hefst borðhald stundvíslega kl. 20:30.

Hljómsveitin Sérsveitin sér um að halda okkur við dansinn.

Aldurstakmark miðast við fæðingarárið 1990 eða fyrr.

Með bestu kveðjum, þorraþrælarnir


-------


ökukennsla - ökuskóli!

Kenni á bíl á Akureyri og í nágrannabyggðum.

áhersla lögð á samþættingu fræðilegs og verklegs ökunáms.

Ath. að unglingar mega hefja ökunámið 16 ára og öðlast rétt til æfingaaksturs að loknu bóklegu og verklegu grunnnámi. þann rétt getur verið skynsamlegt að nýta ef aðstæður leyfa.

Steinþór þráinsson ökukennari
Hjarðarhaga, Eyjafjarðarsveit
s: 898 3379 / netf. steth@simnet.is

Getum við bætt efni síðunnar?