Auglýsingablaðið

375. TBL 29. júní 2007 kl. 13:09 - 13:09 Eldri-fundur

Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla
Sumaropnunartími: frá og með 1. júní.
Alla virka daga: 6:30 - 9:30 og 13:00 – 22:00.
Helgar: 10:00 – 18:00.
Sundlaug Hrafnagilsskóla

-------

Konur! Svannar! Eyjalínur! Kvinnur! Reiðgyðjur!
Nú er loksins komið að hinni geysivinsælu kvennareið. Lagt verður af stað frá Melgerðismelum föstudaginn 6. júlí, kl. 21:00 en æskilegt er að mæta um hálftíma fyrr, fyrir þær sem vilja söngolíu (fordrykk). Eftir æsispennandi keppnir og leiki verður farið í Funaborg þar sem grillmeistarar sjá um að grilla ofan í okkur og vegleg verðlaun verða veitt sigurvegurum kvöldsins! Opnað verður fyrir karlpeninginn um miðnætti. Endilega takið vinkonur, frænkur, mæður og jafnvel ömmur með og fjölmennum á Melana!
Munið að koma sjálfar með kjöt á grillið og drykkjarföng en meðlæti verður á boðstólnum.
P.S. Karlmenn!!! Takið frá laugardagskvöldið 28. júlí því þá verður ærlega tekið á því!
Kveðja. Ferðanefnd Funa

-------

HOLTSELS-HNOSS
ísgerð
ísbar - Kaffihús
Opið alla daga milli klukkan 13-17 eða eftir samkomulagi.
Vegna mikillar aðsóknar viljum við vinsamlegast biðja fólk að panta með fyrirvara fyrir stærri hópa. -Upplýsingar í síma 848-7611.
Bjóðum upp á okkar vinsæla ís í formi ísrétta til að borða á staðnum eða í boxi til að taka með, ítalskar ístertur og kaffidrykki.
Allir velkomnir.

-------

Víðátta601 opnar 07.07.07.
Hverjir: Gamli Elgur og Steini
Hvað: ó náttúra/ónáttúra og útþrá/Heimþrá
Hvar: Sandhólmar í Eyjafjarðará við Kristnes.

-------

Bændur ath.
Er með plast á lager. Duo og Trio, einnig net og rúllugarn.
Frjálslegur afgreiðslutími.
Elín Fellshlíð S:461-2491 og 849-8857

-------

KONUR, KONUR TAKIð EFTIR
Saumakonur, fjósakonur, vinnukonur, íþróttakonur, hjúkrunarkonur, söngkonur, litlar konur, stórar konur, kennslukonur, hestakonur, miðaldakonur, bændakonur, prjónakonur, saumakonur, listakonur og allar aðrar konur í Eyjafjarðarsveit, sem náð hafa 18 ára aldri, takið nú vel eftir.
á dagskránni er að fara konuferð í Sörlastaði í Fnjóskadal, þær sem treysta sér til taki bestu gæðingana á heimilinu og þeysi á þeim, en aðrar geta komið akandi, hjólandi, gangandi eða á einhverju öðru farartæki.

Dagskráin er þannig:

Dagur 1 (23. júlí 2007)
Lagt af stað frá Melgerðismelum og riðið á Kaupangsbakka. þar eru reiðskjótarnir hvíldir yfir nóttina og hver fer til síns heima.

Dagur 2 (24. júlí 2007)
Riðið frá Kaupangsbökkum og yfir Bíldsárskarð í Illugastaði. þar geta þær sem eru ríðandi og þær sem eru á öðrum farartækjum sameinast í góðri nestisstund áður en haldið er sem leið liggur fram dalinn að Sörlastöðum. þar er meiningin að gleðjast saman yfir lífinu og tilverunni fram á nótt. Hægt er að gista í húsinu á staðnum (takmarkaður fjöldi þó) eða taka með sér tjald og gista í því.

Dagur 3 (25. júlí 2007)
Dekur- og hvíldardagur. Margt hægt að gera, t.d. fara í sund á Illugastöðum, æfa sig í reiðmennsku, ganga á fjöll, borða góðan mat, lakka á sér táneglurnar eða bara njóta þess að vera til.

Dagur 4 (26. júlí 2007)
Haldið heim á leið, ef rassinn er ósár og hugurinn farinn að leita heim er hægur vandi að fara alla leið, þ.e fyrir þær sem eru ríðandi, aðrir geta hvílt reiðskjóta sína og afturenda á Kaupangsbökkum (þ.e. hestana, afturendann heima), þar til næsta dag. það verður væntanlega samkomulagsatriði þegar þar að kemur.

þær sem áhuga hafa á að fara með í þessa ferð ættu að setja sig í samband
við Huldu í Kálfagerði í síma: 463-1294 eða 866-9420 fyrir 15. júlí nk.
Getum við bætt efni síðunnar?