Auglýsingablaðið

378. TBL 20. júlí 2007 kl. 13:07 - 13:07 Eldri-fundur


Frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna
frá og með 23. júlí. til og með 7. ágúst n.k.
Ef þörf krefur verður hægt að ná í eftirtalda starfsmenn skrifstofunnar sem hér segir:
í vikunni 23.7 - 27. 7 Stefán árnason í síma 864 6444
í vikunni 30.7 - 3.8. Bjarna Kristjánsson í síma 861 7620.

Sveitarstjóri


Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að breyta sumaropnunartíma sundlaugarinnar þannig að frá og með 16. júlí til 15. ágúst verður opið:
Alla virka daga frá 6:30 - 22:00.
Helgar: 10:00 – 18:00.

Sundlaug HrafnagilsskólaSUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI
alla sunnudaga í sumar

Sveitavörur og heimaunninn varningur
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Vigdís) eða sendi tölvupóst á hleberg@islandia.is

FIMMGANGUR


Aðalfundarboð

Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn miðvikudaginn 25. júlí kl. 20:30 að Hrísum í Eyjafjarðarsveit.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf, endurnýjun samþykkta og erindi frá Stangveiðifélagi Akureyrar.

Stjórnin

Athugið

Ef svo ólíklega vill til að einhver hafi not fyrir súgþurrkunarblásara nú á tímum er einn slíkur til sölu á vægu verði á Ytri-Tjörnum

Upplýsingar gefur Benjamín í síma 899 3585.Karlar! Gumar! ítar! Reiðmenn!

Nú er röðin komin að ykkur! Lagt verður af stað frá Melgerðismelum kl. 21:00 laugardagskvöldið 28. júlí, en æskilegt er að mæta um hálftíma fyrr, sérstaklega fyrir þá sem vilja væta kverkarnar fyrir sönginn! Eftir æsispennandi keppnir verður farið í Funaborg þar sem grillséníar sjá um að grilla ofan í mannskapinn og verða þá vegleg verðlaun veitt fyrir sigurvegara kvöldsins, því er um að gera að mæta í Funaborg! Opnað verður fyrir dömur um miðnætti. því er ekkert annað að gera en að fjölmenna og taka vini og vandamenn með á Melana og gleðjast í góðum karlahópi.

Meðlæti verður á boðstólnum, en reiðmenn sjá sjálfir um kjötið á grillið og drykkjarföng. þátttökugjald er 1500 kr og er öllum körlum frjálst að mæta.

Nánari upplýsingar eru í síma 898-9876 (Sævar) og 840-6092 (Arna)

Ferðanefnd Funa.


Iðunnarkonur -

þá er það lokaspretturinn!!!
Mæta með saumavél og/eða tölvuvog eða bara mæta.
þriðjudagskvöld í Laugarborg.
24. júlí kl 20:00.

Kaffi á könnunni.

Yfirsaumakerlingin


ágætu sveitungar

það er óhætt að segja að við búum við náð Herrans.Engin eru hér flugskeytin eða bomburnar og ófriður heimsins er víðs fjarri.þá höfum við búið við einmuna blíðu,já blíðu svo mikla að undirritaður er farinn að dansa regndans þegar enginn sér til vegna þess að einstaka plöntur eru faqrnar að þjást.
þegar ég kom hingað fyrst fyrir margt löngu eða um tuttugu árum þá voru mikil flóð í Eyjafjarðará..Fé gekk til beitar víða og fátt óx við vegi.Nú í seinni tið finnst mér aldeilis yndislegt að aka Eyjafjarðarbrautir vegna þess að allskonar tré og sáðberandi urtir eru farnar að blómstra í sveitinni.þó er einn hængur á sem er kerfillinn.Hann eirir engu er hann kemst á skrið og ekkert lifir í nánd við hann.Nú heiti ég á sveitunga mína að ganga milli bols og höfuðs á skepnu þessari(ég hefði aldrei trúað því að einn sóknarprestur myndi ganga svona langt) og höggva og eyða henni eftir því sem kostur er vegna þess að jafnvægið í náttúrunni er rofið.Margir hafa hafist handa en betur má ef duga skal.þá langar mig að vitna í Sólar-Björn látinn höfðingja af Shippawa-ættbálki,mikinn umhverfisverndarsinna ,sem benti á það að það þarf 12 tré til að búa til súrefni handa einni manneskju á jörðu hér.Hins vegar veit ég ekki hversu mikið ildi kerfill býr til .Að lokum þetta: Ef til vill mætti setja á stofn fabrikku í sveitinni sem framleiðir læknisjurtir eða næringu úr njóla eða kerfli.

Guð blessi störf ykkar og fjölskyldur.
Hannes
Sundfólk athugið

íþrótta- og tómstundanefnd fjárfesti nýverið í þessum líka fínu froskalöppum og sundbrettum vegna sundnámskeiðsins sem haldið var í sumar. þessi áhöld eru nú til afnota fyrir þá sem vilja taka sundsprett í lauginni á Hrafnagili. þau eru einungis fyrir þá sem ætla að synda en ekki til útláns fyrir börn eða til leiks. Hafið samband við starfsfólk sundlaugarinnar og það vísar ykkur á áhöldin.

Sumar- og sundkveðjur
íþrótta- og tómstundanefnd


Köttur í óskilum

Svartur og hvítur köttur er á flækingi í Reykárhverfi.

þeir sem telja sig vita um uppruna hans vinsamlegast hafið samband við Davíð í síma 895-4618
Er ekki einhver sem vill þjálfa sig í ensku í vetur?

Hann Arunas Slapsys sem er frá Litháen ætlar að vera aðstoðarkennari í ensku við Hrafnagilsskóla í 3 mánuði í vetur. Hann kemur í september og verður fram að jólum, nákvæm tímasetning er ekki alveg komin á hreint. Hann vantar húsnæði hjá góðu fólki á meðan á dvöl hans stendur og æskilegast er að það sé nálægt skólanum.
það er tilvalið fyrir þá sem hafa verið að læra ensku eða þýsku og vilja halda áfram að þjálfa sig í að tala að taka hann Arunas til sín. Hann er fæddur árið 1977, kennaranemi á 4. ári og helstu áhugamál hans eru lestur, ferðalög, margs konar tónlist og íþróttir.
Hann mun að sjálfsögðu borga bæði fyrir húsnæði og það fæði sem í boði væri. Reiknað er með að hann verði í fæði í skólanum í hádeginu á virkum dögum.
áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Kristínu Kolbeinsdóttur í Vökulandi annað hvort í síma 861 4078 eða í tölvupósti vokuland@nett.is sem allra fyrst.Hátíðin Uppskera og handverk 2007 verður haldin dagana 10.-12.ágúst
Setning er föstudaginn 10.ágúst klukkan 10 að morgni við Hrafnagilsskóla. Athugið breyttan opnunartíma en hátíðin er opin föstudag til sunnudags klukkan 10-19 alla dagana.
Stutt yfirlit yfir það sem koma skal á hátíðinni og í tengslum við hana :
„Kornið“ er þema hátíðar og ýmislegt verður gert í tengslum við það - Frændur okkar Norðmenn munu koma og taka þátt í hátíðinni - Hópur tréskurðarmanna hefur unnið að því að skera út mótorhjól í fullri stærð sem verður til sýnis. – Tískusýningar – Verksvæði handverksmanna – Laufáshópurinn – Punkturinn – Heimilisiðnaðarfélagið – Náttúra.is – Landssamband kornbænda – Vélaumboð – Loðinlumpa Grýlu í Jólagarðinum – Dimmuborgajólasveinar - Landnámshænsnasýning – Gallerí Víðátta 601 verður með myndlistarsýningu undir berum himni – Ljótu hálfvitarnir munu skemmta á laugardagskvöldinu nánar auglýst síðar – Krambúð – Fyrirlestur um varðveislu norskra húsdýrakyna í Noregi og nýtingu á skinnum – Gallerí Við Rennum Við -
Dagskrá hátíðarinnar verður send út í vikunni fyrir hátíð ásamt þvi að hægt er skoða upplýsingar þegar nær dregur á www.handverkshatid.is og www.eyjafjardarsveit.is
Allar nánari upplýsingar gefa Dóra í síma 864-3633 og Elmar í síma 891-7981

Námskeið – Námskeið – Námskeið
í tengslum við hátíðina verða eftirfarandi námskeið :
Doris Karlsson – hálmfléttingar - Anna Gunnarsdóttir - leðursaumur
Beate Stormo kennir – eldsmíði - Valborg Mortensen - þæfing
Hafið samband sem fyrst varðandi tímasetningar og skráningu í síma 864-3633

 

Getum við bætt efni síðunnar?