Auglýsingablaðið

411. TBL 07. mars 2008 kl. 11:22 - 11:22 Eldri-fundur

Opinn fundur um sveitarstjórnarmál

H-listinn boðar til opins fundar um sveitarstjórnarmál fimmtudagskvöldið 13. mars kl 20:30 í Hrafnagilsskóla.  
Meðal þess sem fjallað verður um:
•    Framkvæmdaáætlun í húsnæðismálum skólanna
•    Aðalskipulagið
•    Efnistaka/lenging flugvallar
•    átak gegn skógarkerfli
•    Jarðgerðarstöð á þveráreyrum
•    Merking sögustaða
•    Nýjar reglur um styrkveitingar í menningarmálum

Hvetjum alla sem áhuga hafa á að mæta og taka þátt í umræðum um það sem er að gerast í sveitinni okkar.
Gerum góða sveit enn  betri!

H-listinn




Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 9. mars: Helgistund í Hólakirkju kl. 21:00

Með kveðju, Hannes.




árshátíð Eyjafjarðarsveitar 2008
föstudaginn 4. apríl n. k. í Laugarborg.

Jæja ágæta starfsfólk Eyjafjarðarsveitar.
Hvernig líst ykkur á að koma á:
þemalausa (= getið verið klædd nákvæmlega eins og þið viljið !).
áhyggjulausa (= nefndin sér um skemmtiatriðin - þau verða ógleymanleg !!),
Yndislega (= bara svo gott að hittast !)
árshátíð Eyjafjarðarsveitar 2008

Valdi kokkur klikkar ekki frekar en fyrri daginn og töfrar fram dýrindis forrétti og steikur.

Fullskipuð hörkuhljómsveit, Einn og sjötíu, dregur okkur svo öll umhugsunarlaust fram á dansgólfið og heldur okkur þar fram eftir nóttu.

Af gefnu tilefni: það skal sérstaklega tekið fram að þið sem sitjið í nefndum Eyjafjarðarsveitar eigið fullan rétt á að mæta..... því fleiri því betra.......    en það á auðvitað við um alla starfsmenn...!!!

Tilhögun skráninga verður auglýst í næsta laugardagspósti. Kveðja, nefndin.




Undirburður til sölu

Hef tekið að mér sölu á undirburði fyrir hross, nautgripi og kindur. Undirburðurinn hentar mjög vel í allar stíur og er mjög rakadrægur þannig að það þarf hlutfalslega minna af honum heldur en öðru sambærilegu.
 
Gunnbjörn Ketilsson, s: 862 6823.



Athugið

Auglýsi eftir verkfærum sem fylgdu Ford og Willys herjeppum.

Jóhann á Vöglum s: 896 1124.




Samherjar-fjáröflun

Kæru sveitungar nú á næstu dögum er að hefjast hjá okkur fjáröflun fyrir félagið, annars vegar munum við standa fyrir páskaeggjalottói og munu iðkendur frá Umf. Samherjum ganga í hús og selja tíu línur á þar til gert blað og hver lína kostar 500 kr. Síðan er dregið eitt nafn og sá hinn heppni hreppir páskaegg. Við hvetjum ykkur eindregið í því að taka vel á móti iðkendum okkar og vera með í þessu skemmtilega leik.

Hins vegar ætlum við að halda páskabingó þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30 í Laugborg. Að vanda eru glæsilegir vinningar í boði og aðsjálfsögðu verður kaffisala í hléi. Takið endilega þennan dag frá og mætið á okkar frábæra páskabingó. Nánar auglýst síðar.

Kveðja, stjórnin.




Húseigendur – athugið!

Er einhver hér í sveit svo vel settur að hann geti leigt svo sem 15 – 20 m2 húsnæði til búslóðargeymslu næstu 18 mánuði eða svo?
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé frostlaust og jafnvel aðeins hlýrra en það.
Ef einhver gæti leyst úr þessum vanda væri gott að fá tölvupóst (vgunn@ismennt.is ) eða hringingu í síma 463 1325 eitthvert kvöldið.

Valdimar á Rein.




Vill einhver í sveitinni passa hundinn minn

Mig vantar pössun fyrir hana Evítu mína frá 15. – 28. mars.
Hún er enskur Springer Spaniel

Upplýsingar hjá Sigrúnu í álfabrekku s: 462-7890.




Fundarboð

Félag aldraðra Eyjafirði boðar til fundar í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 11. mars kl. 17:00. Tilefnið er heimsókn formanns L.E.B. Helga Hjálmssonar og framkvæmdastjórans Borgþórs Kjærnested.
Einnig mun mæta á fundinn fulltrúi frá félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.

Stjórnin.




Rósukvæði – 2 hluti

 
Félagsstörfin föndrar við
í Dalbjörgu og Funa,
staupar sig að sveitasið
vert er það að muna.

Vinamörg og vinsæl er
velliðin af flestum,
á mannamótin gjarnan fer
og fagnar góðum gestum.
 
Með kveðju frá Hrekkjalómunum.




ísfimi
á Leirutjörn 9. mars kl. 13:00
Með fyrirvara um ís á tjörn
 
Keppnisgreinar:
Börn
Unglingar
Tölt opinn flokkur
Skeið
Stóðhestasýning

Glæsilegasti hestur mótsins - valinn

500 kr keppnisgjald
– greitt á staðnum -
ágóði rennur til æskulýðsstarfs Léttis

Ráslista má sjá á www.fimhestar.123.is




Skammir og skætingur.

Hagyrðingakvöld og söngskemmtun verður haldið í Laugarborg  miðvikudaginn  19 mars kl. 21.00 ( Húsið opnar kl. 20.30. )
Fram koma hagyrðingarnir árni Jónsson, Björn Ingólfsson, Einar Kolbeinsson, Pétur Pétursson  og Reynir Hjartarson, stjórnandi Birgir Sveinbjörnsson.
Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Petru Pálsdóttur syngur nokkur lög.
Jónas þór Jónasson stórtenór mætir og skemmtir okkur með sínum fagra söng.
Einnig mun þór Sigurðsson kveða rímur við undirleik  George Hollanders.
Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn  10. mars hjá Vélaver hf. Gleráreyrum 2 og kostar miðinn kr. 2.000 ( Vinsamlegast ath. tökum ekki kort. )

Frekari upplýsingar í síma 897-7823 ágúst eða 893-0319  Valgeir Anton.  
Karlakór Eyjafjarðar.

þegar grín er haft um hönd
hristum af oss bölið.
Okkur halda engin bönd
Hafðu með þér ölið.




þið munið hann Jörund í Freyvangi

þökkum frábærar viðtökur! ævintýrið heldur áfram á landinu bláa!

Sjötta sýning laugardaginn 8. mars kl. 20.30 UPPSELT
Sjöunda sýning föstudaginn 14. mars kl. 20.30 UPPSELT
áttunda sýning laugardaginn 15. mars kl. 16.00 AUKASýNING -UPPSELT
Níunda sýning laugardaginn 15. mars kl. 20.30 öRFá SæTI LAUS
Tíunda sýning miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30
Ellefta sýning laugardaginn 22. mars kl. 16.00 AUKASýNING
Tólfta sýning laugardaginn 22. mars kl. 20.30 STJáNASýNING
þrettánda sýning 28. mars kl. 20.30     öRFá SæTI LAUS
Fjórtánda sýning 29. mars kl. 16.00 UPPSELT
Fimmtánda sýning 4. apríl kl. 19.00 öRFá SæTI LAUS
Sextánda sýning 5. apríl kl. 20.30

Miðasölusíminn er 857 5598 og er opinn milli 16 og 18 virka daga og á auglýstum sýningardögum frá kl. 14 fram að sýningu.  Utan þess tíma má skilja eftir skilaboð á símsvara í sama númeri eða panta miða á www.freyvangur.net en þar eru allar nánari upplýsingar.

Freyvangsleikhúsið




Skák í Hrafnagilsskóla á miðvikudagskvöldum

Stúlkur og strákar, karlar og konur, mömmur og pabbar, afar og ömmur.
Hvernig væri að dusta rykið af skákkunnáttunni, nú eða þá að læra mannganginn?
Næstkomandi miðvikudagskvöld byrja vikuleg skákkvöld í Hrafnagilsskóla á vegum Umf.  Samherja. ætlunin er að byrja klukkan hálfátta en frjálst er að mæta síðar ef það hentar betur.
Mæting er í anddyri íþróttahússins og eru allir velkomnir.

Stjórnin




Athugið

í blaðinu í dag birtist ársreikningur Vatnsveitufélags Kaupangssveitar fyrir árið 2007. þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við óla þór ástvaldar, þórustöðum 5.

Kveðja ó.þ.á.




Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOð

343. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 11. mars 2008 og hefst kl. 16:00

Dagskrá:

    Fundargerðir til staðfestingar
1. 0802007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 171
1.1.    0709008 - Sjálfsmatsaðferðir grunnskóla - Hrafnagilsskóli
1.2.    0802048 - Hrafnagilsskóli - Fjárhagsrammi
1.3.    0802049 - Verklagsreglur skólanefndar
1.4.    0802050 - Skýrsla skólanefndar 2007
1.5.    0802051 - Mótun sameiginlegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarf til 2020.
1.6.    0710008 - Vinnuhópur um nýtingu fasteigna
1.7.    0802052 - Krummakot – Fjárhagsrammi

2. 0803004F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 53
2.1.    0803007 - Undirbúningur fyrir sameingilegan fund atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5.3.2008.

3. 0803006 - Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.

4. 0803002F - Menningarmálanefnd - 121
4.1.    0803011 - Hljóðfærakaup fyrir Laugarborg.
4.2.    0803012 - Málefni bókasafns.

5. 0803003F - Menningarmálanefnd - 123
5.1.    0803013 - Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar.
5.2.    0803012 - Málefni bókasafns.

    Almenn erindi
6. 0802062 - ábendingar Landsbjargar vegna gangbrautar við Hrafnagilsskóla.

7. 0802061 - Grímseyjarhreppur óskar eftir aðild að barnaverndarnefnd Eyjafjarðar

8. 0706021 - Almenningssamgöngur í Eyjafirði

9. 0803015 - áskorun BKNE til sveitarstjórna vegna launakjara kennara.

10. 0802036 - Hvammur, efnistaka – Lenging flugbrautar

7.3.2008 Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?