Auglýsingablaðið

414. TBL 28. mars 2008 kl. 13:59 - 13:59 Eldri-fundur

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla.

Dagana 3.-8. apríl n.k. stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2002) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
þeir sem ætla að notfæra sér skólavistun næsta vetur (fyrir 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:30 í síma 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri




þið munið hann Jörund

Sýningum fer fækkandi!

14. sýning laugardaginn 29. mars kl. 16.00 – UPPSELT
15. sýning föstudaginn 4. apríl kl. 19.00 – örfá sæti laus
16. sýning laugardaginn 5. apríl kl. 20.30 – örfá sæti laus
17. sýning föstudaginn 11. apríl kl. 20.30 örfá sæti laus
18. sýning laugardaginn 12. apríl kl. 20.30

Miðasölusíminn er 857 5598 og er opinn milli 16 og 18 virka daga og á auglýstum sýningardögum frá kl. 14 fram að sýningu. Utan þess tíma má skilja eftir skilaboð á símsvara í sama númeri eða panta miða á www.freyvangur.net en þar eru allar nánari upplýsingar ásamt myndum, myndbrotum og tónlist úr verkinu.

Freyvangsleikhúsið




Tónleikar

Rökkurkórinn í Skagafirði heldur tónleika í Laugarborg sunnudaginn 6. apríl kl: 20:30. Stjórnandi er Sveinn Sigurbjörnsson. Undirleikarar: Rögnvaldur Valbergsson og Gunnar þorgeirsson. Einsöngur: Valborg Jónína Hjálmarsdóttir
á söngskránni er m.a lagasyrpa eftir Geirmund Valtýsson
Eyfirðingarnir í kórnum vonast eftir að sjá sem flesta í Laugarborg .
Aðgangseyrir kr. 2000. Kort ekki tekin. Hittumst hress ekkert stress.

Rökkurkórsfélagar.




Til sölu

á til sölu spegla með mósaik munstri utan með. Stærð 70 x 100 og 57 x 122.

Matta á Uppsölum s: 863 1443




Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar

Verður haldinn í Laugarborg þriðjudaginn 8. apríl kl 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.




Saurbæjarsókn

Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl kl. 10.30 í Sandhólum
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf

Sóknarnefndin.




Kaupangskirkja

Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju mánudaginn 7. apríl n. k. kl. 20:30.
Dagskrá: Venjubundin störf aðalsafnaðarfundar.
Safnaðarsystkin eru hvött til að mæta.

Sóknarnefnd.




Landeigendur athugið

óska eftir að taka tún á leigu, helst til einhverra ára.

Gunnbjörn s: 862 6823




Kæru Iðunnarkonur

Nú er komið að okkar árlegu vorverkum. Hittumst í Laugarborg mánudaginn 7. apríl kl. 20:00. Hafið með ykkur nálar, kambgarns- og ullargarnsafganga og skæri.
Mætum allar hressar og kátar.
Stjórn kvenfélagsins Iðunnar.




Frá Kvenfélaginu Hjálpinni

þá er komið að því að halda aðalfund kvenfélagsins Hjálparinnar.  Blásið er til fundarins í athvarfinu okkar í Sólgarði sunnudagskvöldið 30.mars n.k. kl. 20:30.  Fyrir fundinum liggur dagskrá er varðar venjuleg aðalfundarstörf.
áhugasamir um starf kvenfélagsins, nú er lag að mæta, kynna sér starfsemina og gerast félagi :o) !!!  
Hittumst heilar og eigum góðan fund saman !!!

Sigríður Hólsgerði formaður – Guðrún Hvassafelli varaformaður
Anna ártúni gjaldkeri – Elín Fellshlíð varagjaldkeri
Lilja Gullbrekku ritari – Kristrún Akureyri vararitari
Getum við bætt efni síðunnar?