Auglýsingablaðið

416. TBL 11. apríl 2008 kl. 13:28 - 13:28 Eldri-fundur


Fundir um þjóðlendukröfur.

Með vísan til kynningar í síðasta Auglýsingablaði er hér með auglýstur fundur um þjóðlendukröfur fjármálaráðherra fimmtudaginn 17. apríl n. k. í Hlíðarbæ kl. 13:30 og í Freyvangi kl. 20:30.

Dagskrá.

1. Fulltrúar úr stjórn Landssamtaka landeigenda gera grein fyrir aðkomu félagsins að áður birtum kröfum og fjalla sérstaklega um kröfur um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi, syðri hluta, sem Eyjafjarðarsýslu tilheyrir.

2. Lögfræðingar lýsa afstöðu sinni og bjóða þjónustu.

Friðbjörn Garðarsson hdl.
Gunnar Sólnes hrl.
ólafur Björnsson hrl.
Páll Arnór Pálsson hrl.

Báðir fundirnir eru ætlaðir viðkomandi landeigendum í Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit og Akureyrarbæ, eftir því sem best hentar hverjum og einum.

Vakin er athygli á að frestur til að lýsa kröfum til eignaréttinda innan kröfusvæðisins er til mánudagsins 30. júní 2008.

Nauðsynlegt er að hver landeigandi semji við lögfræðing til að annast þessa kröfulýsingu og aðra hagsmunagæslu í málinu.

Lögð er áhersla á að hver landeigandi láti alls ekki undir höfuð leggjast að lýsa kröfum sínum til réttmætra eignaréttinda innan þess landsvæðis sem ríkið hefur nú gert kröfur til. Eftir því sem næst verður komist mun ríkið greiða allan eða nær allan kostnað við hagsmunagæslu landeigenda. í því sambandi hefur óbyggðanefnd þó vakið athygli á að við mat á því hvort um nauðsynlegan málskostnað hafi verið að ræða sé henni heimilt að líta til þess hvort aðilar, sem svipaðra hagsmuna eiga að gæta, hafi sameinast um að nýta sé aðstoð sömu lögmanna og annarra sérfræðinga, enda rekist hagsmunir ekki á.

Nánari upplýsingar um kröfugerðina er að finna á www.obyggdanefnd.is. þá eru gögn einnig fyrirliggjandi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og geta landeigendur fengið aðgang að þeim þar.

Sveitarstjóri
Kæru sveitungar

þar sem ég lýk BA-námi í lögfræði núna í maí mun ég hefja störf á lögmannsstofunni Regula. Regula hefur sérhæft sig í þjóðlendumálum fyrir landeigendur og er með starfsstöðvar víða um land, meðal annars á Akureyri. ég verð í sumar að vinna að þessum málum.

Arna Bryndís Baldvinsdóttir, Samkomugerði II, s:840-6092, arna05@ru.is
Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 13. apríl verður messa í Grundarkirkju kl. 11:00

Kveðja, Hannes.
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2008

Laugardagskvöldið 19. apríl kl. 20:00 verður aukaaðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar haldinn. á dagskrá eru lagabreytingar.
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2008 verður haldinn laugardagskvöldið 19. apríl kl. 20:30. á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Fundirnir verða haldnir að Ferðaþjónustunni á öngulsstöðum. Kaffiveitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.

Kær kveðja
Hjálparsveitin Dalbjörg.
Ullarflutningar

á planinu hjá Gamla Nettó, óseyri 1 á Akureyri, er staðsettur flutningabíll og verður fram að hádegi á þriðjudag, þar sem hægt verður að koma fyrir ull. Standa þarf á hverjum poka um hvers konar ull er að ræða og hver sendandinn er. Síðan þarf að setja miða í sérstakan poka aftast í bílnum með upplýsingum um heildarmagn, fjölda poka, hvers konar ull og nafn og kennitala sendanda.

Frekari upplýsingar fást hjá Eyþóri í síma 893-1277.
Sveitungar athugið!

Nú er veturinn á förum – ættum við ekki að halda upp á það?
Miðvikudagskvöldið 23. apríl er síðasti vetrardagur. þá verða sungin nokkur lög í Laugarborg og ef til vill sögð ein saga – eða tvær.
Væri ekki ráð að bursta spariskóna og hitta mann og annan þetta kvöld að gömlum sveitarsið?
Badminton – Samherjar

Fyrirhuguð er þátttaka í badmintonmóti á ólafsfirði laugardaginn 19. apríl.
á mótinu verður keppt í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í flokkunum U13, U15, U17 auk flokks fullvaxta og Ivan þjálfari segir að jafnt eldri sem yngri í æfingahópnum ættu að geta haft af þessu bæði gagn og gaman.
þeir iðkendur sem hyggja á þátttöku og eru ekki þegar skráðir eru beðnir að hafa samband við þjálfara sem fyrst.
Hólasókn Eyjafirði

Aðalsafnaðarfundur Hólasóknar verður haldinn að Villingadal (hjá Ingu) miðvikudaginn 16. apríl kl. 10:30.

Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin
Til Iðunnarkvenna.

Munum eftir mánudagskvöldinu kl. 20:00 í Laugarborg.

Gott að hafa með sér nál og garn.

Stjórnin
árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla 2008

Hátíðin verður haldin í Laugarborg þriðjudaginn 15. apríl frá klukkan 14:00—16:00.
Fjölbreytt skemmtidagskrá að vanda. Aðgangseyrir er 450 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri en 900 kr. fyrir eldri. Frítt fyrir börn undir 6 ára aldri. Veitingar eru innifaldar í verði. Sjoppan verður opin og þar er hægt að kaupa gos og sælgæti. Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 1.-4. bekk Hrafnagilsskóla
þið munið hann Jörund

Við þökkum fyrir frábæran vetur! En þegar nálgast vorið líða hundadagarnir undir lok í Freyvangi. Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér miða. Upplýsingar um miðasölu eru hér fyrir neðan og við minnum á að miðasalan á netinu er alltaf opin.

Síðustu sýningar!

18. sýning laugardaginn 12. apríl kl. 20.30
19. sýning föstudaginn 18. apríl kl. 20.30

Miðasölusíminn er 857 5598 og er opinn milli 16 og 18 virka daga og á auglýstum sýningardögum frá kl. 14 fram að sýningu. Utan þess tíma má skilja eftir skilaboð á símsvara í sama númeri eða panta miða á www.freyvangur.net en þar eru allar nánari upplýsingar ásamt myndum, myndbrotum og tónlist úr verkinu.

Freyvangsleikhúsið
Frá Marína Akureyri

Næstkomandi sunnudag 13.apríl milli 12 og 17 verður sannkölluð markaðsstemning í Strandgötu 53 á Akureyri. Staðurinn heitir nú Marína Akureyri og hýsti áður skemmtistaðinn Oddvitann til margra ára Nýjar áherslur eru á rekstrarformi staðarins og er húsið nú leigt út til veislu- og fundahalda ásamt því að rekstraraðilar standa sjálfir að viðburðum. Yfir sumartímann verður staðnum breytt í þjónustumiðstöð við skemmtiferðaskip þau er eiga viðdvöl á Akureyri.

Fyrsti markaðsdagur í Marínu verður næstkomandi sunnudag undir yfirskriftinni "Komdu og skoðaðu í kistuna mína" þar munu vel á þriðja tug aðila koma með nýjar og notaðar vörur og leggja undir sig húsið sem telur yfir 700 fermetra. Kaffi og vöfflustemning - Krakkahorn - Hvetjum alla til að kíkja við

Meðal viðburða sem verða á næstunni má helst nefna "Gráu hárin heilla" sýningu 18.apríl. þar mun Gestur Einar Jónasson rifja upp tónlist sjöunda áratugarins ásamt söngvurunum Helenu Eyjólfsdóttur, Heimi Bjarna Ingimarssyni, Dagnýju Halldórsdóttur og bítlahljómsveit, með grátt í vöngum. það verður sannkölluð bítlastemning í anda Hljóma, Dáta, Ingimars Eydal, Kinks, Smokie, Led Zeppelin og þá eru einungis nokkrir nefndir. Miðaverð er 2.500.- á sýningu sem hefst klukkan 21:30. Pantanir í síma 864-3633 og á marina@marina.is

Allar nánari upplýsingar á www.marina.is

Hlakka til að sjá ykkur
Dóróthea Jónsdóttir
s. 864-3633


Getum við bætt efni síðunnar?