Auglýsingablaðið

424. TBL 06. júní 2008 kl. 12:51 - 12:51 Eldri-fundur

Sundnámskeið
á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar

þá er aftur komið að því. Ingibjörg ísaksen ætlar að halda sundnámskeið í Sundlaug Eyjafjarðarsveitar. þar ætlar hún að fara sérstaklega vel í skriðsund og tækni til að ná betri árangri í sundi almennt.

Námskeiðið byrjar mánudagskvöldið 16. júní og verður kennt á mánudags– og fimmtudagskvöldum kl. 20:10.

Nefndin niðurgreiðir námskeiðið fyrir þá sem eiga lögheimili í sveitinni og því er verðið einungis 6.500.- fyrir 11 skipti.

Skráning hjá Nönnu í síma 847 4218 eftir kl. 20:00 á kvöldin. Einnig er hægt að senda tölvupóst á kristin@krummi.is og nanna@krummi.is

Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 11. júní.




Kirkjukórsfélagar og annað söngfólk!   

Dagana 8. – 10. ágúst  (föstudagur – sunnudagur) verða Söngdagar á Húnavöllum með sama móti og var sl. sumar.

Hilmar örn Agnarsson söngstjóri, Daníel þorsteinsson o.fl. leiða vinnuna.

á Húnavöllum eru ýmsir gistimöguleikar í boði, uppbúin herbergi, svefnpokapláss, stæði fyrir tjaldvagna o.fl.

þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu geta skráð sig með því að hafa samband við Björn þór á Hótel Húnavöllum.

Frekari upplýsingar veitir Daníel þorsteinsson – sími 462 7034




Orðsending frá Sagaplast

Síðasta söfnunarferð fyrir sumarhlé verður farin þann 7. júlí n. k.. í þeirri ferð ætlum við að taka áburðarpokana bæði innri og ytri pokana (sekkina) en það þarf að aðskilja þá þannig að ytri pokarnir (nælon) séu sér í poka og innri pokarnir (plastið) sér í poka.

Gunnar þ. Garðarsson Sagaplast hf Akureyri
S 461-2838 og 894-4238




Athugið

Munið leigubílinn í sveitinni. Ath. keyri á lægri taxta en leigubílar úr bænum.

Guðbjörg Bjarnar s: 461 3363 / 849 4363




Tíska og tónlist

Beate og Helgi í Kristnesi hafa setið við saumavélina undafarnar vikur að setja saman tísku næstu missera. Afraksturinn gefur að líta á tískusýningu í Vaðlareit föstudaginn 13/6. Náttúrulega munu Helgi og hljóðfæraleikararnir halda tónleika í leiðinni og meiningin er að fötin, tónlystin og skógurinn skapi einstaka og ógleymanlega stemningu. Að þessu tilefni verður til sölu glænýtt eintak af tískublaðinu “Eyfirska tískan”. Miðaverð er 1000 fyrir fullorna og ókeypis fyrir börn. Bílum verður lagt í stæðið syðst og neðst í skóginum, ( Stæðið í fjörunni, þegar komið er yfir leirurnar) og þaðan verður sérmerkt gönguleið á svæðið (um 400 m.(á fótinn)). Náttúrulega eru fötin til sölu fyrir rétt verð.   Dagskráin hefst kl 20.30




Brotajárn og timbur

Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Hóla og á gatnamótum Finnastaða og Eyjafjarðarbrautar vestri 5. júní – 19. júní n. k. .

Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn
og að enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




Heimili fyrir Mola.

Moli er mjög blíður og rólegur hundur á öðru ári, sem vantar nýjan samastað tímabundið eða til frambúðar, vegna flutninga. Hann er blanda af Labrador, íslenskum hundi og Border Collie.

Upplýsingar í síma 895 8098, og 466 3246.




Ungfolahólf

Ungfolahólf verða í Melgerði og Samkomugerði í sumar. Vegna mikillar eftirspurnar verða einungis teknir hestar á vegum félagsmanna.
Yngri hestarnir verða í Samkomugerði og þeir eldri í Melgerði.
Pantanir berist Höskuldi á tölvupóstfang elfa@nett.is , eða í síma 892 5520.
Sleppt verður í hólfin mánudaginn 16. júní milli kl. 20-22.

Stjórn Hrossaræktarfélagsins Náttfara




Færeyjaferð

Vegna forfalla, eru 2 sæti laus í Færeyjaferð Félags aldraðra 19.-26. Júní n. k.
Upplýsingar í síma 463 1153

Ferðanefndin




Aðalfundarboð

Aðalfundur Búnaðarfélags Saurbæjarhrepps verður haldinn í Sólgarði mánudaginn 9. júní n. k. kl. 20:30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa fara yfir stöðu á fóðurmarkaði og mögulega aðkomu bænda að þurrkstöð fyrir korn.

Stjórnin.




Kæru sveitungar og aðrir

þann 17. júní frá kl. 14.00 verður óformleg og afslöppuð samkoma í Leyningshólum líkt og undanfarin ár. Hver tekur með sér veitingar með sínu lagi. Farið verður í leiki eins og hver hefur áhuga á. Hugmyndir að leikjum eru vel þegnar á staðnum. Mætum öll í hátíðarskapi.

Kvenfélagið Hjálpin




Gæðingakeppni Funa og Léttis

Gæðingakeppni Funa og Léttis, sem jafnframt er úrtaka fyrir landsmót, verður haldin á Melgerðismelum 14.-15. júní n.k.
Keppt verður í A- og B-flokki, unglinga- ungmenna- og barnaflokki, tölti, 100 m, 150 m og 250 m skeiði og 250 m stökki, ef næg þátttaka fæst.
Dagskrá í grófum dráttum:
Laugardagur 14. júní
Forkeppni
Grill
Tölt (um kvöldið)

Sunnudagur 15. júní
Kappreiðar (fyrir hádegi)
úrslit (eftir hádegi)

Mótið er sameiginlegt gæðingamót félaganna og verða riðin ein úrslit.  Efstu knapar frá hvoru félagi fá farandbikara. Keppnin er í leiðinni úrtaka fyrir landsmót og hefur Funi rétt á að senda 2 keppendur í hverjum flokki og Léttir fimm. Einkunn úr forkeppni gildir.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst í síðasta lagi 10. júní á tölvupóstfangið lettir@lettir.is . IS númer hests og kennitala knapa auk keppnisgreinar þarf að koma skýrt fram. Skráningargjald er 2.000 krónur fyrir hverja skráningu og skal það greiðast inn á reikning 0302-13-447, kt. 430269-6749 fyrir klukkan 16.00 miðvikudaginn 11. júní og er nauðsynlegt að senda tölvukvittun fyrir greiðslunni á lettir@lettir.is með kennitölu knapa eða IS númeri hestsins sem skýringu.
Eigendur keppnishesta í fullorðins- og ungmennaflokkum þurfa að vera skuldlausir félagsmenn í félögunum sem þýðir að menn verða að vera búnir að greiða árgjöld. Að öðrum kosti eru hestarnir ekki löglegir á mótinu.
Nánari upplýsingar veitir Jónas í síma 860 9090 og á heimasíðu Léttis http://www.lettir.is .

Mótanefnd




Vinnufundur um þjóðlendukröfur

þeir landeigendur sem hafa veitt ólafi Björnssyni, lögmanni hjá Lögmönnum Suðurlandi, umboð vegna þjóðlendukrafna ríkisins eru boðaðir á vinnufund í Freyvangi fimmtudaginn 12. júní kl. 16:00. ólafur kemur á fundinn og auk þess Guðmundur Helgi Gunnarsson hjá Búgarði. Megintilgangur fundarins er að færa rétt landamerki jarða inn á kort.

Mjög mikilvægt að er að allir viðkomandi landeigendur komi á fundinn til að hægt sé að ganga frá gagnkröfum í málinu.

Frestur til þess rennur út 30. júní nk.þeir landeigendur sem ekki hafa nú þegar veitt lögmanni umboð vegna þjóðlendukrafna ríkisins eru hvattir til að gera það sem fyrst.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Getum við bætt efni síðunnar?