Auglýsingablaðið

436. TBL 29. ágúst 2008 kl. 15:12 - 15:12 Eldri-fundur

Fjallskil

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á 354. fundi sínum 26. ágúst s.l. eftirfarandi bókun varðandi tillögur atvinnumálanefndar um breytingar á fjallskilum.
„Atvinnumálanefnd leggur til í bókun sinni að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi fjallskila. álagningu lands verði hætt. Göngur verði lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda en fjöldi kinda í dagsverki verði misjafn eftir svæðum. Allir sem halda sauðfé greiði 50.- kr af vetrarfóðraðri kind í fjallskilasjóð og sveitarfélagið greiði sömu upphæð i sjóðinn. Sjóðurinn muni standi undir kostnaði við fjallskil. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna..“

Sveitarstjóri




þjóðlendumál.
Vettvangsferð óbyggðanefndar og lögfræðinga landeigenda.

Fyrirhuguð  vettvangsferð verður með nokkuð öðrum hætti en gert var ráð fyrir í tilkynningu í síðasta blaði. ástæðan er sú að kröfugerð ríkisins hefur verið endurskoðuð í veigamiklum atriðum.  Svo virðist sem fallið hafi verið frá kröfum sem snerta allar jarðir norðan Möðruvalla að austan og norðan Djúpadalsár að vestan. Undantekningar eru þó þær að krafa er enn gerð um Almenning inn af Garðsárdal og land inn af Mjaðmárdal, en á uppdrætti  sem sýnir nýjar kröfulínur er það land talið í óskiptri  eign Litla-Hamars, Stóra-Hamars og Rifkelsstaða I og II.  Landeigendum á þessum svæðum er bent á að hafa samband við lögfræðinga sína til að fá nánari upplýsingar um stöðu mála eins og hún nú er.

Kröfugerðin virðist í augnablikinu fyrst og fremst snerta eftirtalin svæði:
1.    Hvassafellsdal, þverdal og Sneis (Saurbæjarafréttur).
2.    æsustaðatungur, Núpufellsdal og þormóðsstaðadal.
3.    Svæði inn af Villingadal og Torfufellsdal, Arnarstaðatungur og allt land innan Hafrár.

í vettvangsferðinni mánudaginn 1. sept. n. k. verður því megináhersla lögð á þessi svæði og er ferða- og tímaáætlun þessi.

Kl. 08.30: Við Djúpadalsvirkjun efri. Væntanlega farið inn á Djúpadal og til ferðar og skoðunar eru áætlaðar ca 90 mín.
Kl. 10.45: Við afleggjarann upp í Sölvadal. Ekið fram að þormóðsstöðum. Ferðatími ca. 1 klst.
Kl.12.00: Við Torfufellsárbrú. Farið upp í Villingadal að Torfufelli og að Hólsgerði. Hugsanlega farið fram að Hafrá. Tvær til þrjár klst. eru áætlaðar á þessu svæði.

Landeigendur sem eiga hagsmuna að gæta í nágrenni fundarstaðanna og vilja  hitta nefndarmenn og fylgdarlið mæti á viðkomandi stað.  Gera má ráð fyrir að tímaáætlun geti eitthvað farið úr skorðum og er því þeim sem vilja mæta á fundarstaðina bent á að hafa samband við undirritaðan í síma 861 7620  þegar dregur að fundartímanum á mánudeginum til að fá nákvæma tímasetningu.
þeir sem óska nánari upplýsinga um fyrirhugaða fundi og vettvangsferðina geta haft samband við mig í síma 861 7620 eða 462 6985.

Bjarni Kristjánsson




Aðalfundur Freyvangsleikhússins

árlegur aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn í Freyvangi miðvikudaginn 3. september næstkomandi og hefst kl. 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf og lagðar fram lagabreytingar.
Allir velkomnir, nýir félagar skráðir í félagið á staðnum.

Freyvangsleikhúsið er eitt af stærstu áhugaleikfélögum á landinu og þarf fjölbreyttan hóp áhugamanna til starfa. Leikarar, ljósamenn, búningahönnuðir, smiðir – þetta er aðeins brot af þeim störfum sem félagar í Freyvangsleikhúsinu taka að sér. Margar hendur vinna létt verk og vonumst til að hafa stuðning sem flestra í vetur.

Fljótlega kemur svo heimasíðan úr sumarfríi. – www.freyvangur.net

Stjórn Freyvangsleikhússins




Staðfugl - farfug

Tilraunastofa með Flugdreka og fljúgandi furðuhluti

Sunnudaginn 31. ágúst kl. 12:00-16:00 verður haldin tilraunastofa með flugdreka og fljúgandi furðuhluta að öldu í Eyjafjarðarsveit fyrir alla aldurshópa.

þátttakendum gefst m. a. tækifæri  til að:
 - búa til flugdreka
 - láta hversdagslega hluti fljúga
 - búa til eldflaug
 - prófa úrval eins og tveggja línu flugdreka undir leiðsögn.

Afraksturinn verður til sýnis og prófaður á Melgerðismelum.

Nánari upplýsingar og skráningar í síma 892 6804.




Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

þá er kominn tími til að opna bókasafnið og verður það opið sem hér segir í vetur:
Mánudaga frá kl. 9:00-12:45 og 13:00-16:00.
þriðjudaga frá kl. 9:00-12:45.
Miðvikudaga frá kl. 9:00-12:45.                    
Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:45.
Föstudaga frá kl. 9:00-12:45.
á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum.  Hvernig væri að líta á úrvalið af föndurbókum eða bókum um skógrækt eða hesta ; jarðfræði ; stjörnurnar ; tímastjórnun ; matreiðslu eða…?
Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.

Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.

Bókavörður




Atvinna

óskum eftir að ráða starfsmann við íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
Um er að ræða vaktavinnu í íþróttamiðstöð og sundlaug við afgreiðslu,
gæslu og þrif. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 895-9611

Vinsamlega sendið umsóknir á gudrun@krummi.is





Rokk og ról.

Virðulegu sveitungar. Helgi og hljóðfæraleikararnir minna á tónleika í Allanum laugardaginn 30/8 uppúr miðnætti. Engin kort bara seðlar.





Opnunartímar Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar

Virka daga 6:30 – 22:00*
Helgar 10:00 – 18:00

*Einungis er opið í potta og eimbað á skólatíma þegar kennt er í lauginni

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar




Kynning - Vélasýning

GK verktakar  verða með kynningu á starfsemi sinni ásamt
vélasýningu í Garði, laugardaginn 30. ágúst.
Opið verður frá kl. 16.00 – 22.00.

á sýningunni verða tæki sem GK verktakar nota við heyskap, jarðvinnslu, snjómokstur og vagna til efnisflutninga o. m. fl. Einnig er ný grafa á vélasýningunni sem verður m.a. útbúin til skurðahreinsunar. Kynning verður á skítadreifara sem fellir skítinn niður í grassvörðinn. Fyrirhugað er að við verðum með hann í vinnu fyrir bændur í haust.
Boðið verður upp á léttar veitingar frá Vífilfelli, Skeljungi og MS Akureyri.

Allir velkomnir

Starfsfólk GK verktaka




Tilkynning frá Fjarðarkorni ehf.

Nú er kornþreskingin að hefjast og þeim sem vilja panta þreskingu eða vantar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag er bent á að hafa samband við:
þóri 862-6832 eða Sæmund 863-1287
Með von um gott haust

Fjarðarkorn ehf.




ágæti viðtakandi.

Meðfylgjandi er gangnaseðill vegna fjallskila haustið 2008.

1. göngur:
30.ágúst.: Saurbæjarháls að Eyjafjarðardal austan ár.
6-7. sept.: önnur gangnasvæði.

Réttað verður laugardaginn 6. september í Hraungerðisrétt þegar gangnamenn koma að og sunnudaginn 7. september í þverárrétt kl. 10:00 og í Möðruvallarétt þegar gangnamenn koma að.

2. göngur: 20. og 21. september.

1/1 dagverk er metið á kr.10.000- 1/2 dagsverk á kr.5.000-

á gangnaseðlinum eru þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk Fjallskilasjóðs. Göngur eru lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda, þó mismunandi eftir deildum og svæðum. á seðlinum má sjá hvar 1/1 og 1/2 dagsverk er og hvað gert er ráð fyrir mörgum mönnum í 1. og 2. göngur.
Fjárlausir landeigendur og þeir sem hafa fé sitt heima eru velkomnir í göngur og réttir svo og allir íbúar sveitarinnar.

Annað.
Meðfylgjandi er listi yfir gangnaforingja. þremur dögum fyrir göngur ber þeim sem lagðar eru á göngur að tilkynna viðkomandi gangnaforingja hverjir mæti.
Fyrir hvert gangnarof greiðist 1 og1/2 dagsverk í Fjallskilasjóð

Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til réttar. óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.

Hrossasmölun fer fram 3. til 5. október.

Syðra Laugalandi 28. ágúst 2008.
Birgir H. Arason, fjallskilastjóri, Gullbrekku




Gangnaforingjar í Eyjafjarðarsveit
2008



Gangnasvæði,   gangnaforingi,   heimili,   sími:
Vaðlaheiði, Jóhann Reynir Eysteinsson, Eyrarlandi, 894-3130
Fiskilækjarfjall að norðan, Sverrir Friðriksson, Brekku, 462-4943
Fiskilækjarfjall að sunnan, Gunnar Haraldsson, Svertingsstöðum, 462-4474
Garðsárdalur, Hörður Guðmundsson, Svertingsstöðum, 462-4942
Almenningur, Ingólfur Jóhansson, Uppsölum, 463-1243
Melrakka- og Helgárdalur, Pálmi þorsteinsson, Gröf, 462-4939
Staðarbyggðar- og Sigtúnafjall, Einar Gíslason, Brúnum, 462-7288
þverárdalur, Einar Gíslason, Brúnum, 462-7288
Munkaþverártungur, Vilhjálmur Jónsson, Munkaþverá, 463-1200
Mjaðmárdalur, Atli og Sindri Bjarnasynir, Rifkelsstöðum, 898-4653
Sölvadalur að austan,  Sigurgeir B Hreinsson, Hríshóli, 463-1315
æsustaðatungur, Bragi Steingrímsson, æsustöðum, 463-1321
Sölvadalur að vestan og Hólafjall, Sveinn Rúnar Sigmundsson, Vatnsenda, 463-1260
Eyjafjarðardalur að austan, Rósa Hreinsdóttir, Halldórsstöðum, 463-1272
Eyjafjarðardalur að vestan, Brynjar Skúlason, Hólsgerði, 463-1551
Torfufellsdalur, Víðir ágústsson, Torfufelli, 466-3399
Leynings- og Svardalur, árni Sigurlaugsson, Villingadal, 462-1281
Leyningsfjall að Saurbæ, Birgir H. Arason, Gullbrekku, 463-1511
Djúpudalir að austan, Birgir H. Arason, Gullbrekku, 463-1511
Djúpudalir vestan að Bröndu, Jónas Vigfússon, Littla-Dal, 461-1870
Brandi norðan ár, Hvassafellsfjall og Skjóldalur að sunnan, ævar Kristinsson, Miklagarði, 463-1310
Skjóldalur að norðan, þröstur Jóhannesson, Gilsbakka, 463-1360
Finnastaðadalur og Grundarfjall, Ketill Helgason, Finnastöðum, 463-1160
Syðra-Fjall, Ketill Helgason, Finnastöðum, 463-1160
Ytra-Fjall, þór Aðalsteinsson, Kristnesi, 463-1238


Réttarstjórar:            
Möðruvallarétt, Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli, 463-1315
þverárrétt, Hörður Guðmundsson, Svertingsstöðum, 462-4942
Hraungerðisrétt, Ketill Helgason, Finnastöðum, 463-1160


Vísnahornið!
Auglýsingablaðinu bárust eftirfarandi vísur eftir ókunnan höfund. Fjárglöggum sveitungum fannst við hæfi að þær fengju að fljóta með í þessu blaði sem segja má að hafi göngur og réttir sem megin þema.

Kveðja frá skrifstofu Eyjafjarðasveitar

Smölun er oft þeim manni um megn
Sem má ekki þola storm né regn.
Best er að sérhver búnaðarþegn
Sé bálreiður haustið út í gegn.

þú skalt æða yfir storð
Aldrei tala hlýleg orð.
Svipurinn þarf að minna á morð
Ef menn ætla að smala á annað borð.

Hendi skal uppi á móti hönd
þá heima séu smöluð lönd.
Orðin þá ekki valin vönd
Vestur á Glámu og Barðaströnd.

Ef rekstur kemur, þú reiðast átt,
Rífast um bæði stórt og smátt.
Tvístr´onum, öskra og hrópa hátt
En hirð´ann bara ef það er fátt.
 
Er réttinni safnið rennur nær,
Reynir á þol og fimar tær.
Hver sem þá verður ekki ær
ætt´ ekki að teljast gagnafær.

Getum við bætt efni síðunnar?