Auglýsingablaðið

448. TBL 14. nóvember 2008 kl. 12:28 - 12:28 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli

Næst komandi sunnudag 16. nóvember verður messa í Grundarkirkju kl. 13:30.
Við fáum góða gesti en prestur ólafsfirðinga sr. Sigríður Munda Jónsdóttir mun messa með staðarklerki. Kirkjukór ólafsfjarðarkirkju, undir stjórn Ave Tonnisson mun stilla saman strengi með okkar kór undir stjórn Daníels þorsteinssonar. Sálmar sem sungnir verða eru: Nr 208 sem kórarnir syngja saman - Nú vil eg enn í nafni þínu, Kirkjukór Laugalandsprestakalls - Láttu nú ljósið þitt sem kórarnir syngja saman - Ave María Kirkjukór ólafsfjarðar og loks nr 44 báðir kórar.
Tökum vel á móti ólafsfirðingum og njótum stundarinnar.

í Guðs friði, Hannes
Leiðalýsing 2008

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðentu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna er þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossarnir settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 2.200,- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894 0283 eða Stefáni í síma 864 6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
Kæru sveitungar

Mánudaginn 17. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Haldin verður skemmtun í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 13:00 og stendur til kl. 14:45. Skólabílar aka heim að skemmtun lokinni.
Nemendur allra bekkja verða með atriði. Unglingabekkirnir ætla að fjalla um Bubba Morteins, nemendur 1.-6. bekkjar flytja ljóð eftir Stefán Jónsson og að vanda hefja nemendur 7. bekkjar Stóru upplestrarkeppnina með því að lesa ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Skólakór Hrafnagilsskóla syngur einnig 2 lög.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu eftir skemmtiatriðin. þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára                ókeypis
1.-10. bekkur            400 kr.
þeir sem lokið hafa grunnskóla    800 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

Allir eru hjartanlega velkomnir og við hvetjum fólk til að koma og njóta.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla
Fjáröflun UMF Samherja

á vetrarmarkaði í Laugarborg laugardaginn 15. nóvember n. k., mun UMF Samherjar vera með ýmsan varning til sölu í fjáröflunarskyni.
Jólakort – jólapappír – heimilispakkar – eldhúsrúllur - úlpur og fleira.
Vegleg kaffisala á staðnum og allt rennur í öflugt starf ungmennafélagsins.

þeim sem hafa hug á að kaupa vörur af okkur en komast ekki um helgina er bent á að hafa samband við Kristínu á Merkigili – s. 846-2090 eða Dóru á Syðra Felli – s. 864-3633.
Vonum að þið kíkið á okkur í Laugarborg.

Stjórn UMF Samherja
Skreytinganámskeið

Gallerýið í sveitinni býður upp á aðventuskreytinga- og kransanámskeið, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19:30. Leiðbeinandi er Svanhvít Jósefsdóttir. Námskeiðsgjald er 3.000 kr. fyrir utan efniskostnað sem verður stillt í hóf eins og hægt er. Vinsamlega látið vita í síma: 894-1323 fyrir mánudagskvöldið 17. nóv.

Allir hjartanlega velkomnir, Gerða í Teigi
Frá Eyvindi

Kæru sveitungar
Senn líður að því að Eyvindur komi út. þar birtast meðal annars nöfn þeirra barna sem skírð hafa verið í sveitinni á árinu, nöfn hjóna sem gifst hafa á síðasta ári og svo þeirra sem látist hafa á árinu. Sóknarprestur kemur ekki að öllum þessum málum og veit því ekki um alla og biður því að fólk sendi upplýsingar til Eyvindar t. d. til mín á tölvupósti hannes.blandon@kirkjan.is
Takk fyrir, Hannes
Vetrarmarkaður í Laugarborg

Vetrarmarkaður verður í Laugarborg 15. nóvember frá kl. 13:00 – 17:00.
Vöfflukaffi á staðnum ásamt öðru góðgæti.
Margt verður í boði eins og venjulega.

 
Rósa málning.
Heilsuvörur.
Notuð og ný föt.
Flís vöggusett.
Tréhandverk
Skartgripir.
Kerti.
Dúkkuföt
Glerlist.
Siginn fiskur og salt fiskur.
Og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Allir velkomnir.
Skráning í síma: 8643199. Skráning stendur nú yfir fyrir 7. des og 14. des markaði.
Um að gera að koma og vera með
Atvinna í boði

óskum eftir aðila til að sinna liðveislu við fatlaðan einstakling. Um er að ræða 16-20 tíma í mánuði. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463 1335 og um netfangið thorny@esveit.is

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Frá Foreldrafélagi Hrafnagilsskóla

Jólakortakvöld á miðstigi

Fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20:00 – 22:00 verður jólakortakvöld á miðstigi í stofum 6 og 7. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.
Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og Foreldrafélagið


Jólaföndur á yngsta stigi

Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 29. nóvember kl. 11:00 – 13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman.
Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og Foreldrafélagið
Kátur er týndur

Svartur hundur hvarf frá Reykhúsum föstudaginn 7. nóvember. þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir síðan eru beðnir að hringja í síma 463-1127 eða 661-7627.

Páll Ingvarsson
ágætu sveitungar

á Syðra-Laugalandi þann 25.september þetta ár fæddust henni Snædísu minni nokkrir kettlingar. 5 eru eftir, 4 hvítir en þó alheilbrigðir og svo læða svört og hvít.þeir óska nú eftir góðum heimilum.

Svo er nú falt mitt góða trommusett af Pearl gerð. þetta sett er nett en hefur gott sánd. því fylgja diskar vandaðir m. a.
Gemsi minn er 899 7737, Hannes
Tónleikar í Laugarborg á Degi íslenskrar tungu

Sunnudaginn 16. nóvember 2008 kl. 15.00 verða tónleikar í Laugarborg í tilefni af degi íslenskrar tungu. Flytjendur: Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran & Hrefna Eggertsdóttir, píanó. Efnisskrá: íslensk einsöngslög við texta eftir m.a. þórarin Eldjárn, Tómas Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Höllu Eyjólfsdóttur, Hannes Pétursson, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Davíð þór Jónsson.
árlega heldur Laugarborg Dag íslenskrar tungu hátíðlegan með tónleikum.

Tónlistarhúsið LaugarborgTímatafla UMF Samherja
Getum við bætt efni síðunnar?