Auglýsingablaðið

459. TBL 06. febrúar 2009 kl. 15:10 - 15:10 Eldri-fundur

ágætu íbúar Eyjafjarðarsveitar.

Fráfarandi sveitarstjóri, Guðmundur Jóhannsson, sendi íbúum sveitarinnar bréf þann 30. janúar s. l. og fjallar þar um störf sín og starfslok.

Fram að þessu hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar kosið að fjalla ekki á opinberum vettvangi um einstök atriði er varða uppsögn sveitarstjóra, þann 15. janúar síðastliðinn. Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélags, heyrir beint undir sveitarstjórn og framkvæmir ákvarðanir hennar. það er því grundvallaratriði að trúnaður og traust ríki í slíku samstarfi þannig að stjórnsýsla sveitarfélagsins í heild sé skilvirk og traust, bæði inn á við og út á við. Sé ekki svo, leiðir slíkt af sér slit á samstarfi aðila.

Sveitarstjórn telur ekki rétt að fjalla opinberlega í dreifiriti um einstök efnisatriði í tengslum við ofangreint. Ljóst er þó að sveitarstjórn og fráfarandi sveitarstjóri líta á málið ólíkum augum og hefur sveitarstjórn margt við bréf fráfarandi sveitarstjóra að athuga. í bréfinu eignar hann sér hugmyndir og verk, sem búið var að leggja grunn að og voru í vinnslu, þegar hann hóf störf hjá sveitarfélaginu.

Líkt og oddviti sveitarstjórnar greindi frá í fjölmiðlum þann 16. janúar s. l. í kjölfar fréttatilkynningar um uppsögn sveitarstjóra, þá voru umdeild bloggskrif ein og sér ekki ástæða uppsagnarinnar. Upp hafa komið mál þar sem ekki hefur verið samhljómur með sveitarstjóra og sveitarstjórn. Má þar nefna fjárhagslega samninga af hálfu sveitarstjóra án vitundar, án heimildar og án umfjöllunar sveitarstjórnar. Verklag fráfarandi sveitarstjóra var í andstöðu við reglur sveitarstjórnarlaga um útgjöld úr sveitarsjóði. það skal sérstaklega tekið fram að samningarnir voru í þágu sveitarfélagsins og á engan hátt í þágu persónulegra hagsmuna sveitarstjóra.
þá er að nefna vitneskju sveitarstjórnarmanna um óánægju með áherslur sveitarstjóra í starfi.

Ljóst var að forsendur samstarfs sveitarstjóra og sveitarstjórnar voru ekki lengur fyrir hendi við þessar aðstæður.

það er skoðun sveitarstjórnar að ákvörðun um að segja upp starfssamningi við fráfarandi sveitarstjóra hafi verið tekin á faglegum forsendum.

Sveitarstjórn harmar að starfslok Guðmundar hafi borið að með þessum hætti og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum.

F.h. sveitarstjórnar,

Arnar árnason




Frá Búnaðarfélagi Hrafnagilshrepps

Tilboð óskast í bilaðan FERABOLI pinnatætara árg. 2002.

Upplýsingar um ástand veitir Gylfi Ketilsson s: 846 9661.

Tilboðum skal skila til Hjartar í Víðigerði s: 894 0283 fyrir 1 mars n. k.




Kvenfélagið Aldan / Voröld

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudagskvöldið 12. febrúar kl 20:00 í fundarstofu Kvennaskólans á Laugalandi.
Venjulega aðalfundarstörf
Kosning stjórnar
Nýjar félagskonur velkomnar. Hittumst hressar og ræðum starfið framundan
Stjórnin




Frá Félagi eldri borgara í Eyjafirði

þorrablót verður haldið á þórisstöðum á Svalbarðsströnd, föstudaginn 21. febrúar næstkomandi og hefst kl. 19.00. Skemmtiatriði og dans, takið daginn frá.

Nefndin.




Söluskipti á íbúð í Hafnarfirði

Er að leita að íbúð eða litlu einbýli í Reykárhverfi eða Eyjafjarðarsveit, í skiptum fyrir 4 herb. íbúð í Hafnarfirði. íbúðin er á tveimur hæðum, með glæsilegu útsýni og í mjög barnvænu hverfi, skóli og leikskóli rétt hjá, stutt í náttúru.

Christina, s: 8991217



Félagsfundur Náttfara

Félagsfundur verður haldinn í Funaborg miðvikudaginn 11. febrúar kl. 20.30.

Dagskrá:
1.    Tekin afstað til sölu á 1/6 hlut í stóðhestinum Hrym frá Hofi.
2.    önnur mál.
Stjórn Hrossaræktarfélagsins Náttfara



Knapamerki

Námskeið i knapamerki 1 verður haldið í Ysta-Gerði á þriðjudögum kl 20.00. það verða 18 verklegir tímar og 8 bóklegir. Max 3 saman i hóp.
Kostnaður: 30.000kr. Kennari: Sara Arnbro. Námskeiðið byrjar 10/2.
Einnig er hægt að taka stöðupróf á 1. og 2. stig knapamerkjanna eftir samkomulagi.
Nemandinn þarf að koma með hest og reiðtygi.

Skráning í síma: 8452298 Sara.

Getum við bætt efni síðunnar?