Auglýsingablaðið

474. TBL 02. júní 2009 kl. 10:30 - 10:30 Eldri-fundur

Skólaslit Hrafnagilsskóla verða í íþróttahúsinu miðvikudaginn 3. júní n.k. og hefjast kl. 20:30. Skólastjóri.


Sleppingar á afrétt 2009. Heimilt er að sleppa sauðfé á afrétt frá og með 13. júní og hrossum frá og með 20.júní. Landeigendur eru minntir á að gera við fjallsgirðingar fyrir sleppingardag. þá er bent á að í gildi er bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum. Atvinnumálanefnd


Gallamátun. það verður hægt að máta galla og panta fimmtudaginn 28. maí á æfingatíma og þriðjudaginn 2. júní einnig á æfingatíma. Ef þessir tímar henta alls ekki þá má reyna að hafa samband við Kristínu Hermannsdóttur í síma 846 2090.


Sumarlokun Bókasafnsins. þá er sumarið komið og því fylgir að bókasafnið verður lokað þar til í haust. Hægt er að skila bókum og öðru efni á safnið þriðjudaginn 2. og miðvikudaginn 3. júní frá kl.9:00-12:00. á skólaslitunum er einnig er hægt að skila af sér efni af safninu.  Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af safninu. ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði. Með sumarkveðju, Margrét bókavörður.


Aldan-Voröld. Vorferð verður farin laugardaginn 6. júní n.k. Ferðaáætlun: ólafsfjörður - Svarfaðardalur - árskógssandur - Hrísey (matur þar). Nokkrar eru nú þegar búnar að skrá sig í ferðina. þær sem ætla með hafi samband við Sigrúnu í síma: 861 6633 eða netfang: vigsig@simnet.is sem allra fyrst. Ferðanefndin


Vinnudagur á Melgerðismelum. Vinnudagur verður á Melgerðismelum mánudaginn 1. júní og hefst kl. 10. Við þurfum að snúra nýja kynbótavöllinn (Náttfaravöllinn), fara yfir snúrur á öðrum völlum, snyrta o.þ.h. Mætið með eitthvað af viðeigandi verkfærum og góða skapið að vanda, en Funi sér um veitingar. Hestamannafélagið Funi


Blómasala. Minnum á okkar árlegu blómasölu um helgina. Umf. Samherjar.


ágætu sveitungar. Af því tilefni að sýning Freyvangsleikhússins á rokksöngleiknum Vinland var kjörin athyglisverðasta áhugaleiksýning 2009 af þjóðleikhúsinu verða tvær aukasýningar í Freyvangi fimmtudaginn 4. og föstudaginn 5. júní kl. 20:00. Miðasala við innganginn verð 1.500 kr. en  frítt fyrir 12 ára og yngri. Nemendum 7. til 10. bekkjar Hrafnagilskóla er boðið að koma og sjá sýninguna fimmtudaginn 4. júní. ATH. allra síðustu sýningar "hérlendis" þökkum frábæran stuðning og góð orð í okkar garð. Stjórn Freyvangsleikhússins.
http://freyvangur.net

Getum við bætt efni síðunnar?