Auglýsingablaðið

478. TBL 01. júlí 2009 kl. 12:56 - 12:56 Eldri-fundur

Krakkanámskeið Funa. í sumar verða 3 þriggja daga reiðnámskeið fyrir krakkar á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komna. Námskeiðin verða á Melgerðismelum. Námskeið 1: 30/6 - 2/7 ; námskeið 2: 4-6/8 ; námskeið 3: 25-27/8 (æfing fyrir bæjarkeppnina). Bókanir og upplýsingar: Sara Arnbro 845 2298



Heitur pottur til sölu. Rafhitaður, 5 KW NORDICA Escape pottur með loki, 6 manna, lítið notaður, 2ja ára. Verð: 520 þús. Uppl. í síma 463 1516 og 896-7722



Kvennareið 2009. Konur nú er komið að því, takið frá laugardagskvöldið 4 júlí því að þá er kvennareiðin. þið mætið við réttina á Melgerðismelum kl. 20.00 í fordrykk og svo leggjum við af stað kl. 20.30 stundvíslega. þið komið með kjötið og góða skapið – við sjáum um meðlætið. þátttökugjald er 1.500 krónur.  Allar konur velkomnar. Nefndin.



Knapamerki 1 og 2 verður kennt í sumar á Melgerðismelum ef næg þátttaka fæst. Síðasti skráningardagur er 29. júní nk. Námskeiðið er fyrir 12 ára og eldri og fullorðna!Frekari upplýsingar: Sara Arnbro 845 2298.



Fallegur hvolpur fæst gefins. Hann er af blönduðu kyni en að mestu Enskur Springer Spaniel og Border Collie Hvolpurinn virkar vel greindur og virðist vera auðvelt að kenna honum, getur eflaust nýst mjög vel sem bæði veiði og smalahundur. Upplýsingar í símum 463-1565 og 660-2953.



Ferguson fimmtugur. Nú eru liðin fimmtíu ár frá því að fyrsta Fergusondráttarvélin var flutt til landsins. Af því tilefni langar okkur til að minnast þeirra tímamóta með sýningu í tengslum við Handverkshátíðina sem haldin verður dagana 7. – 10. ágúst með því að reyna að fá til sýningar allar gerðir af Fergusonvélunum sem til eru í Eyjafjarðarsveit svo þar mætti þær augum líta á einum stað. Hjá söfnurum í sveitinni er til uppgert eintak af vél frá árinu 1949 og fleiri eintök af TE A20 vélinni, sem lítið breyttist á næstu 10 árum. þær verða að sjálfsögðu til sýningar.  þessar vélar voru með bensínvél. á árunum fyrir og upp úr 1960 munu hafa verið fluttar inn fyrstu Fergusondráttarvélar með díeselvél.  þær voru að öðru leyti eins og TE A20 vélarnar. Slík vél er ekki til sýningarhæf í  eigu Fergusonsafnaranna. Er því auglýst eftir eiganda slíkrar vélar sem væri tilbúinn til að leggja okkur lið  með því að lána vél sína til sýningar umrædda daga. Við þekkjum ekki nákvæmlega hvaða auðkenni þær vélar báru sem tóku við hlutverki forveranna í kringum 1960. Við þekkjum þó eftirfarandi sem allar voru með diselvél:
Ferguson 35,   Ferguson 35X (þriggja strokka), Ferguson 135, Ferguson 165
Ferguson 175, Ferguson 185, Ferguson iðnaðarvél (gul).
Nú langar okkur að komast í samband við eigendur véla af þessum gerðum í þeim tilgangi að fá þá til að taka þátt í umræddri sýningu. Vélarnar þurfa að vera sem minnst skemmdar og hreinar en ekki endilega gangfærar. Og að auki langar okkur að komast í samband við þá sem eiga nýrri vélar af breytilegum stærðum í þessum sama tilgangi.
Eins og áður er nefnt stendur vilji til að reyna að hafa til sýningar allar þær gerðir af Fergusonvélum sem til eru í sveitarfélagin. Við teljum að það geti orðið áhugavert fyrir sýningargest að sjá á einum stað hvernig þessi “þarfasti þjónn” bænda um árabil hefur breyst og aðlagast breyttum aðstæðum og auknum  kröfum. Allir sem vilja leggja okkur lið til að af þessu geti orðið eru vinsamlegast beðnir að láta frá sér heyra sem fyrst.
F. h. Handverkshátíðar, Dóróthea Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson tengiliður s: 861 7620.

Getum við bætt efni síðunnar?