Auglýsingablaðið

481. TBL 17. júlí 2009 kl. 09:49 - 09:49 Eldri-fundur

Handverkshátíð 2009 verður haldin dagana 7.-10.ágúst
Setning hátíðarinnar verður föstudaginn 7. ágúst klukkan 11:30 við Hrafnagilsskóla. Athugið breyttan opnunartíma en hátíðin er opin föstudag til mánudags að þessu sinni frá klukkan 12:00-19:00 alla dagana.
þetta árið munu félögin í sveitinni koma meira en áður að hátíðinni en útisvæði og störf hafa verið skipulögð í samvinnu við þau með fjáröflunarmöguleika í huga.
Stutt yfirlit yfir það sem koma skal á hátíðinni og í tengslum við hana : Hönnunarsamkeppnin þráður fortíðar til framtíðar – Tískusýningar – Rúningur – Heimilisiðnaðarfélagið – Vélasýning –Myndlistarsýning undir berum himni – Guðni ágústsson mun koma í tengslum við skemmtidagskrá sem verður nánar auglýst síðar – Krambúð – Fyrirlestur – Gallerí Við Rennum Við – Gríðarlegur fjöldi sýnenda kemur alls staðar að af landinu -
í tengslum við hátíðina verða eftirfarandi námskeið :  Guðrún á. Steingrímsdóttir með horn og bein – Nanna Eggertsdóttir með þæfingu fyrir börn 8-12 ára. Sveina Björk Jóhannesdóttir með tauþrykk og taulitun – Oddný E. Magnúsdóttir með þráðaleggi.
Dagskrá hátíðarinnar verður send út í vikunni fyrir hátíð ásamt því að hægt er skoða upplýsingar á www.handverkshatid.is
Allar nánari upplýsingar gefur Dóróthea í síma 864-3633Fjallgirðingar. þó nokkur brögð eru að því að fjallgirðingar séu enn ekki komnar í lag, en samkvæmt 7. gr. fjallskilasamþykktar nr.439/2002 er ábúendum eða eigendum jarða skylt að hafa girðingar sem aðskilja tún, engi og bithaga frá upprekstrarheimalandi, fjárheldar hverjum á sínu landi og bera kostnað af því. Skorað er á viðkomandi að koma þessum málum í lag svo komast megi hjá frekari óþægindum.
SveitarstjóriGrenjaleit. S. l. vor og framan af sumri bárust til Skrifstofu Eyjafjarðarsveitar nokkuð margar ábendingar frá fólki sem hafði séð tófu. Nú hafa þeir aðilar sem sveitarfélagið ræður í grenjaleit  farið yfir svæðið og fundu þeir 5 greni þar af 2 ný og  náðu 36 dýrum. ætlunin er að fara aftur og leita þar sem grunur leikur á að einhverstaðar leynist fleiri ný greni. Til að aðstoða við að finna þau biðjum við íbúa sveitarfélagsins að  fylgjast  með og ef vart verður við tófu að reyna þá að fylgjast með hvert hún fer og  þannig aðstoða við að finna greni. ábendingum skal koma til Skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s. 463 1335, t-póstur: esveit@esveit.isSumardagur á sveitamarkaði alla sunnudaga í sumar frá 12. júlí til 16. ágúst. Sveitavörur og heimaunninn varningur. Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni Grísará og opnar kl. 11:00. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur


Til sölu eru 2 kvígur, burðartími fljótlega.
Upplýsingar veitir Hilmar í síma 451-2217.Minni á stóðhestana Hrym frá Hofi og Dósent frá Brún. Nokkur pláss laus. Upplýsinga gefur Jón Elvar í síma 892 1197.Karlareið Funa 2009.
Karlar nú er karlareiðin á morgun laugardag. þið mætið við réttina á Melgerðismelum kl. 20.00 í fordrykk og svo verður lagt af stað kl. 20.30 stundvíslega. þið komið með kjötið og góða skapið – við sjáum um meðlætið. þátttökugjald er 1.500 krónur. Allir karlar velkomnir.
Nefndin.Vín í 25 ár Kæru sveitungar. Við efnum til afmælishátíðar mánudaginn 20. júlí. það væri okkur sönn ánægja að njóta þessa dags með sem allra flestra af okkar gömlu og nýju  viðskiptavinum. Til að þessi dagur verði sem allra ánægjulegastur munum við njóta okkar bestu veitinga í frábærum takti við tónlist sem er í höndum Kristjáns Edelstein. Vín ætlar sér langa framtíð, og gerum því sem allra best við börnin, Vínarís, drykkir og blöðrur verður þeim í boði Blómaskálans. úti verður hoppkastali, klifurkastali og fleira. á þessum degi höldum við sameiginlega upp á þrjú stórafmæli 25 ár Vín, 60 ára Vínarbóndi og 65 ára Gamla Garðyrkjustöð og næsta víst að annar stofnandi hennar og ættmóðirin Ragnheiður Pétursdóttir mæti.
Um kvöldið verður grillað á spjótum og á léttum nótum. Starfsfólk frá fyrri tíð sérstaklega velkomið. Velkomin í Vín mánudaginn 20 júlí og njótið dagsins.
Vínarfjölskyldan.

Getum við bætt efni síðunnar?