Auglýsingablaðið

487. TBL 28. ágúst 2009 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur

Göngur 2009
 
1.göngur:
5.-6.sept.: öll gangnasvæði nema norðan Fiskilækjar
12.sept. : Norðan Fiskilækjar og Vaðlaheiði.
Breytingar frá þessu skulu gerðar í samráði við fjallskilastjóra.
 
2.göngur:
19.og 20.september.

Hrossasmölun:
2.-4.október.

Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.

Gangnaseðlar eru á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar en á þeim koma fram þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk Fjallskilasjóðs. Göngur eru lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda, þó mismunandi eftir deildum og svæðum. á seðlinum má sjá hvar 1/1 og 1/2 dagsverk er og hvað gert er ráð fyrir mörgum mönnum í 1. og 2. göngur.

Skilaréttir eru Hraungerðisrétt þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að  laugardagin 5. sept. þverá ytri þar sem réttað er á sunnudeginum 6. sept. kl. 10, og Möðruvallarétt þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að á sunnudeginum.

Fjallskilastjóri, s: 845 0029
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Litla-Garð og þverá ytri til fimmtudagsins 10. september n. k.

Minnt er á gámasvæði sveitarfélagsins norðan tjaldsvæðis í Reykárhverfi. þar eru gámar fyrir almennt sorp, dagblöð/tímarit, brotajárn, timbur, lífrænan úrgang, fernur og sléttan pappír.
Við þverá Ytri og Stíflubrú eru gámar fyrir almennt sorp, dagblöð/tímarit og sléttan pappa. Við Stíflubrú er einnig gámur fyrir dýrahræ.

Notendur gámasvæða eru minntir á að ganga vel um svæðin og setja sorp í viðeigandi gáma. Ef gámar eru fullir þá vinsamlegast tilkynnið það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 1335.
Nokkuð er um að sorp sé losað utan gáma. það er óásættanleg umgengni bæði fyrir notendur svo og fyrir þá sem þjónusta svæðin.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
Frá Hrafnagilsskóla.
í námsgreininni Hönnun og handverk sem kennd er í Hrafnagilsskóla vinnum við úr ýmiskonar efnum. þess vegna leitum við til ykkar, ágætu sveitungar, hvort þið eigið horn, bein, hófa eða klaufir. Einnig getum við notað leður ef fólk á gamlar flíkur eða töskur. Allt væri þetta þegið með þökkum. Nánari upplýsingar gefur undirrituð í síma 862-1094 eða Nanna ritari í síma 464-8100.
Kveðja úr skólanum, Inga Björk Harðardóttir, kennari í Hönnun og handverki
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir
Deiliskipulag á svæði hestamann á Melgerðismelum

Deiliskipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 12. október 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
Sveitarstjóri
Foreldrar leikskólabarna athugið -takið kvöldið frá-
þriðjudagskvöldið 8. september næst komandi kl. 20 verður árlegur foreldrafundur Krummakots. á fundinum, sem verður í Laugarborg, verður farið yfir helstu atriði skólastarfsins. Bætum enn frekar góða aðsókn fundarins í fyrra og sýnum samstarf heimilis og skóla í verki. Foreldrafélagið verður með léttar veitingar.
Foreldrafélag Krummakots
Aðalfundur Freyvangsleikhússins  verður haldinn í Freyvangi fimmtudaginn 3. sept. n. k. kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum sem flesta til að mæta nýja sem eldri félaga. Upplýsingar um væntanlegt vetrarstarf má sjá á heimasíðu félagsins http://freyvangur.net/
Stjórnin.
Bæjakeppni Funa
á morgunn, þann 29. ágúst verður hin frábæra bæjakeppni Funa haldin á Melgerðismelum! Fjölmargir bæir taka þátt og þökkum við kærlega fyrir það!
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna-, karla-, og kvennaflokki.  þátttaka er öllum opin. Skráning er á staðnum og byrjar kl.12:00 og keppnin hefst kl 13:00.
Að lokinni keppni verður kaffihlaðborð að hætti Funamanna og koma menn langt að til að ná sér í tertusneið :=)
Kv. Hulda formaður.
Getum við bætt efni síðunnar?