Auglýsingablaðið

521. TBL 29. apríl 2010 kl. 12:01 - 12:01 Eldri-fundur

Frestur til að skila inn framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga
Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út kl. 12 á hádegi 8. maí n.k., en kosningarnar verða haldnar laugardaginn 29. maí. Kjörstjórnin ætlar að vera á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar kl 10-12 laugardaginn 8. maí til að taka við listum. Um frágang framboðslista og fylgigagna og ýmislegt sem varðar kosningarnar vísast til kosningavefs Dóms- og mannréttinda-ráðuneytisins www.kosning.is , en þar verður jafnframt hægt að fylgjast með úrslitum kosninga.    Kjörstjórn.


Félagsborg
Minnt er á nýja fundaraðstöðu í norðurálmu heimavistarhúsnæðis Hrafnagilsskóla. Aðstaðan hentar vel til minni funda. Gengið er inn að vestan, fast við mötuneytisinnganginn. Upplýsingar og pantanir í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar í síma 464 8140.


Vortónleikar 2010
Karlakór Eyjafjarðar heldur sína árlegu vortónleika í Glerárkirkju föstudaginn 30. apríl kl. 20:30 og í Laugarborg laugardaginn 1. maí kl. 20:30.
Aðgangseyrir 2.000 kr. Forsala í verslun Vodafone á Glerártorgi (vinsamlega athugið að við getum ekki tekið við greiðslukortum).
Karlakór Eyjafjarðar


Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar
Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn 8. maí 2010 kl. 11 í Félagsborg, Hrafnagils-skóla. Nýjar konur velkomnar. Vorkveðjur  stjórnin


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Félagsvist verður í Félagsborg í Hrafnagilsskóla, laugardaginn 8. maí n.k. og hefst kl. 13.30. Allir 60 ára og eldri velkomnir. Aðgangseyrir kr. 1000, innifalið kaffi og meðlæti.
Vinsamlegast ath. ekki posi á staðnum.    Nefndin


Ljúfir og skemmtilegir kettlingar fást gefins.
Hvaða sauðfjárbónda hefur ekki dreymt um að eignast golsótta læðu, eða högna sem líkist Tomma í teiknimyndaþáttunum um Tomma og Jenna?
Já, nú getur draumurinn loksins ræst því í gotinu er ein „golsótt” læða, tveir gráir högnar og einn högni alveg eins og Tommi.
Kettlingarnir verða tilbúnir að fara að heiman í endaðan maí.
Frekari upplýsingar hjá Söru Maríu í síma 846-9024 eða Sveinbjörgu í síma: 463-1167


Ferðalag Félags aldraðra
Félag aldraðra stendur fyrir ferð um Austurland með gistingu í Svartaskógi 29. júní til 2. júlí 2010. þátttakendur skrái sig og greiði staðfestingargjald kr. 5.000 fyrir 15. maí. Eftirstöðvar kr. 45.000 greiðist fyrir 20. júní. Nánari upplýsingar og skráning í síma 463 1153 og 861 2853.    Ferðanefndin


Aðalsafnaðarfundur Möðruvallasóknar
 verður haldinn í Sólgarði þriðjudaginn 4. maí kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Sóknarnefnd


Sunnudagaskólinn:
Við endum vetrarstarfið okkar með vorferðalagi inn á Hólavatn, sunnudaginn 9. maí næstkomandi. Lagt verður af stað með rútu frá Hrafnagilsskóla kl 10.00 og komið til baka aftur kl 14.00. á Hólavatni ætlum við að fara í leiki, grilla pylsur ofl. Munið að klæða ykkur eftir veðri. Allir velkomnir, bæði börn og fullorðnir!!    
Starfsfólk Sunnudagaskólans


Pípulagnir bjóðum upp á vaxtalausar raðgreiðslur
Norðurlagnir sf eru með alla almenna pípulagningaþjónustu, gerum föst verðtilboð með efni og vinnu. Hafið samband í síma 868 7458 Tómas og 868 6109 Helgi símar eru opnir allan sólarhringinn. A.t.h ekkert tímavinnugjald er tekið fyrir að keyra á og af vinnustað.


Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
Leigutaxti véla og tækja: mykjudreifari, 6 tonna-8.000, mykjudreifari, 8 tonna-10.000, vendiplógur-12.000, 4 skera plógar-8.000, 2 skera plógur-3.000, akurvaltari-8.000, vatnsvaltari-4.000, sturtuvagn-10.000, úðadælur-6.000, vinnupallar-5.000, steypuvélar-1.000.
Lítil steypuhrærivél og rörabeygjuvél félagsins eru til sölu, tilboð óskast. Upplýsingar hjá Hirti í Víðigerði 894 0283. Tilboð berist til Níelsar í Torfum fyrir 10. maí.
Menn eru minntir á að skila tækjum að lokinni notkun og að þrífa tækin ef þarf.


Framboð F-listans til sveitarstjórnarkosninga 2010
F-listinn boðar til fundar mánudagskvöldið 3. maí kl. 20:30 þar sem framboð listans til sveitarstjórnarkosninga 2010 verður kynnt. á fundinum munu frambjóðendur jafnframt kynna helstu áherslur í stefnuskrá listans fyrir komandi kjörtímabil.
Fundurinn verður haldinn í stofu 6, Hrafnagilsskóla og er allt áhugafólk hvatt til að mæta.
F-listinn er óflokksbundið framboð sem leggur áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð með velferð íbúa Eyjafjarðarsveitar að leiðarljósi.
Með sumarkveðju, F-listinn – fyrir kraftmikið, framsækið og fjölskylduvænt samfélag!


Aðalfundur Búnaðarfélags Saurbæjarhrepps
Aðalfundur Búnaðarfélags Saurbæjarhrepps verður haldinn í Funaborg fimmtudaginn 6. maí n.k., en ekki mánudaginn 3. eins og auglýst hafði verið. Fundurinn hefst kl. 20.
Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf auk erindis Ingvars Björnssonar.  
Stjórnin


Hjólað í vinnuna
Dagana 5.-25. maí mun vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna standa yfir í áttunda sinn. Keppt verður í 7 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og um flesta kílómetra, mælt hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna. Allir sem nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu geta tekið þátt, hvort sem það er gengið, hlaupið eða hjólað.
Mikil aukning hefur verið í þátttöku í keppninni undanfarin ár, og nú er um að gera að taka fram hjólin eða hlaupaskóna og drífa sig af stað út í sumarið! Nánari upplýsingar um keppnina og skráning er á www.hjoladivinnuna.is.  
Með sumarkveðju, íþrótta- og tómstundanefnd.
Getum við bætt efni síðunnar?