Auglýsingablaðið

535. TBL 05. ágúst 2010 kl. 10:51 - 10:51 Eldri-fundur

Handverkshátíðin okkar er að hefjast
Um komandi helgi verður Eyjaförður undirlagður í hátíðum en Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla verður haldin dagana 6.-9. ágúst. Meðal viðburða í tengslum við hátíðina verður meðal annars brunaslöngubolti þar sem sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu munu takast á. Leikirnir fara fram á fótboltavellinum við hátíðarsvæðið n.k. sunnudag og hefjast kl. 14:30. Búist er við fjörugum kappleik. Sveitarstjórnir sem taka þátt eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðasstrandahreppur, Hörgársveit, Akureyri og Eyjafjarðarsveit.
Brunaslöngubolti fer þannig fram að spilað er á fótboltavelli með tvö mörk.  Markmaður hvors liðs fær brunaslöngu sem nýta skal til varnar. Liðin eiga svo að keppast við að skora mark hjá andstæðingnum og þá sérstaklega að komast framhjá brunaslöngumarkmanninum.
á laugardagskvöld verður kvöldvaka sem hefst kl. 19:30 með grillhlaðborði. það kostar 2.500 krónur fyrir manninn í grillið og fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Skemmtidagskráin byrjar kl. 20:30, aðgangur ókeypis. þar munu sveitungar ylja hjörtu okkar með söng og gleði. þá verða einnig afhent verðlaun fyrir sölubás og handverksmann ársins
Fleira í tengslum við hátíðina : 
• 140 sýnendur taka þátt þetta árið
• Söguþorp – landnám til dagsins í dag,
  - Laufáshópur og Gásahópur sameina krafta sína
• Tískusýningar kl. 16 hvern dag
• Félag Landnámshænsna stendur að sýningu og ungar skríða úr eggjum
• Vélasýning forndráttarvéla
• Verksvæði handverksmanna
• Birgir Arason í Gullbrekku sýnir rúning kl. 14 föstudag til sunnudags
• Lottó Hestamannafélagsins Funa á eftir að vekja mikla lukku
• Norrænir handverksdagar
Athugið að hátíðin er opin föstudag til mánudags kl. 12-19 alla dagana.
Sjá nánar á www.handverkshatid.is
Dóróthea Jónsdóttir, frkv.stj. Handverkshátíðar, s. 864-3633

Námskeið í tengslum við Handverkshátíð
Minnum á námskeið sem verða haldin dagana 10.-12.ágúst í Hrafnagilsskóla.
í ár höfum við fengið til liðs við okkur Hildi Rosenkjær og frá Svíþjóð koma Kerstin Lindroth og Sune Oskarsson. þau munu leiðbeina á eftirfarandi námskeiðum:
Gerð íláta úr næfur - Tálgun ölhænu - Flauelisskurður með perlusaumi eða snúrurlagningu.
það má geta þess að þau verða meðal sýnenda á hátíðinni.
Sjá nánari upplýsingar um námskeið á www.handverkshatid.is. Skráningar eru þegar hafnar á handverksdagar2010@gmail.com
Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Hadda í síma: 899-8770

Happadrætti Funa
á handverkshátíðinni stendur Hestamannafélagið Funi fyrir nýstárlegu happadrætti þar sem hryssa og folald velja vinningsreiti innan afmarkaðs svæðis. Miðaverð er kr. 5.000- og snýst happadrættið um að í þann reit sem hryssan skítur er 1 nautskrokkur í verðlaun frá Norðlenska og í þann reit sem folaldið skítur er lambsskrokkur í verðlaun frá Norðlenska. Einnig verða dregnir út aukavinningar t.d. 10 tíma kort í Hrafnagilssundlaugina.
Reitirnir verða 98 talsins og verður hver reitur númeraður frá 1 og upp í 98 og happdrættismiði fyrir hvern reit.
Hryssunni og folaldinu verður sleppt á reitina kl 17 á laugardaginn, svo er bara að bíða og sjá í hvaða reit þau skíta (shit happens).
Hestamannafélagið Funi

Frá íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Sundlaugin verður opin alla Handverkshelgina
Föstudag    06:30 – 22:00
Laugardag og sunnudag  09:00 – 20:00
Mánudag    06:30 – 22:00

Ferðalag
Félag aldraðra Eyjafirði fer í dagsferð föstudaginn 13. ágúst. Farið verður um Húsavík, ásbyrgi og Hjóðakletta. Hlaðborðskvöldverður á Narfastöðum.
þátttökugjald kr. 6.000 og greiðist við upphaf ferðar.
Farið frá Félagsborg kl. 10:00. Farþegar teknir við Lindina.
Látið skrá ykkur fyrir 10. ágúst.
Jón, sími: 463-1153 og 864-2853
Steingrímur, sími: 462-4912
óttar, sími: 462-4933

Hringur týndur
Týndur er Hringur okkar, alhvítur högni og heyrnarlaus.  Hann er örmerktur í eyra og er hans sárt saknað.
þeir sem hugsanlega hafa séð til hans á síðustu dögum vinsamlegast hringið í síma 462-7034 eða 848-7381.
Fjölskyldan Skógartröð 9.

Getum við bætt efni síðunnar?