Auglýsingablaðið

550. TBL 22. nóvember 2010 kl. 08:01 - 08:01 Eldri-fundurKosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna kosninga til stjórnlagaþings þann 27. nóvember 2010, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 17. nóvember 2010 til kjördags.
Opnunartími skrifstofunnar er milli kl. 10-14.
Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 18. Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Kjósendum er bent á að nýta sér heimsendar upplýsingar og/eða vefsíðuna www.kosning.is og koma undirbúnir á kjörstað. á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Kjörstjórn í Eyjafjarðarsveit þann 16. nóvember 2010 eru Emilía Baldursdóttir,  Níels Helgason og  ólafur Vagnsson.


------

Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit

Sótt verður ull í Eyjafjarðarsveit n.k. miðvikudag 24. nóv. þeir bændur sem verða tilbúnir með ull eru beðnir að hafa samband við Rúnar í síma 847-6616 eða á netfangið run@simnet.is, einnig má hafa samband við Birgir í Gullbrekku í síma 845-0029. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér.
Byrjað verður á Halldórsstöðum. P.s. munið að merkja, vigta og skrá ullina.

 

---


Sunnudagaskóli í Möðruvallakirkju
Næsti sunnudagaskóli verður sunnudaginn 21. nóvember í Möðruvallakirkju milli kl. 11 og 12. Athugið breytta staðsetningu. í Möðruvallakirkju ætlum við að eiga notalega stund, syngja, spjalla og síðast en ekki síst borða piparkökurnar sem við bjuggum til í síðasta sunnudagaskóla. Allir velkomnir.
Starfsfólkið

---

Messa í Kaupangskirkju 21. nóv. kl. 13.30
þá er komið að síðasta sunnudegi kirkjuársins. Messað verður í Kaupangskirkju
21. nóvember kl. 13.30. Kirkjukór Kaupangskirkju leiðir sönginn undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur, organista. Fermingarbörn aðstoða við Ritningarlestur og helgihaldið. Ræðuefnið er dæmasaga Jesú um hinn efsta dag og kærleiksverkin. Allir hjartanlega velkomnir að eiga með söfnuðinum uppbyggilega stund í kirkjunni.
Sr. Guðmundur Guðmundsson

---

Frá Félagi Aldraðra í Eyjafirði !
Jólahlaðborð verður í Félagsborg 30. nóv.n.k. Húsið opnað kl. 19.00
þeir sem ekki koma í Félagsborg á mánudögum tilkynnið þátttöku í síma.
Sigurgeir á Staðarhóli s.4631184 gsm. 8647466
Vilborg á Ytra-Laugal. s. 4631472 gsm. 8688436
Addi í Laugarholti        s.4631203 gsm. 8933862         
Hver gestur kemur með einn jólapakka, má vera eitthvað ódýrt.
Nefndin

---

Afleysing
Tek að mér afleysingu við ýmis störf. Upplýsingar í síma 899-9821, Víðir ágústsson.

---


Jólabazarinn “Undir Kerlingu”

-í landi Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit verður haldinn 20. nóv. kl. 13.00 – 17.00.
Boðið upp á ýmiss konar listmuni, gómsæta vöru, uppákomur og draumaspeglanir í fallegu umhverfi. Forn vöruskipti verða m.a. í heiðri höfð. Jólabazarinn er haldinn í samstarfi við Mardöll -félag um menningararf kvenna. Nánari upplýsingar hjá Höddu í síma 8998770 og hadda@simnet.is. Sjá nánar á www.mardoll.blog.is
Við erum undir berum himni, svo klæðið ykkur samkvæmt því.

---


þakkir
Um síðastliðna helgi fóru stúlkurnar á Laugalandi ásamt starfsmönnum um sveitina og seldu kleinur. ágóði af sölunni rennur í kvikmyndasjóð en við erum í næstu viku að fara að taka upp stuttmynd. Salan gekk mjög vel og viljum við þakka fyrir hversu vel var tekið á móti okkur.
Kærar þakkir, stúlkur og starfsmenn Meðferðarheimilinu Laugalandi

---


Jólaföndur á yngsta stigi
Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 27. nóvember kl. 11-13 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Takið með pensla til að mála á keramik. Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Minnum á að koma með pening, enginn posi!
Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið

--- 


Jólakortakvöld á miðstigi

Fimmtudagskvöldið 2. desember kl. 20-22 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum. Minnum á að koma með pening
Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið

---


Samlestur.
Fyrsti samlestur á Góða Dátanum Svejk, í leikstjórn þórs Tuliníus, verður í Freyvangi fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:00. Allir áhugasamir eru velkomnir. Góði dátinn Svejk er gamanleikrit sem hefur verið sýnt víða um heim síðustu ár og áratugi við miklar vinsældir. Fylgist með á Facebook og www.freyvangur.net
Freyvangsleikhúsið

--- 


Kæru sveitungar.

Undirritaður hefur boðið sig fram til stjórnlagaþings en kosning fer fram laugardaginn 27. nóvember. Mér þætti afar vænt um ef þið væruð til í að styðja mig í baráttunni og setja mig í fyrsta sæti á kjörseðlinum ykkar en kosninganúmer mitt er 7385. Upplýsingar um mig og mín áherslumál má sjá á vefsíðunni: www.jongunnar.wordpress.com og á Facebook síðunni: "Jón Gunnar á stjórnlagaþing"
Með bestu kveðjum, Jón Gunnar Benjamínsson, Ytri-Tjörnum

Getum við bætt efni síðunnar?