Aðventukvöld í Grundarkirkju fyrsta sunnudag í aðventu kl. 20

Verið velkomin í Grundarkirkju að kvöldi dags fyrsta sunnudag í aðventu kl. 20.

Fjölbreytt og falleg aðventu- og jólatónlist flutt af Kirkjukór Grundarsóknar ásamt tónlistarkonunni Þórhildi Örvarsdóttur. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti. Sveinn Rúnar Sigmundsson á Vatnsenda flytur hugleiðingu. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson. Hittumst heil í upphafi aðventu og eigum saman góða stund!