Sumir segja að það komi ekki jól nema Hælið bjóði upp á bókakvöld í aðdraganda þeirra! Við viljum ekki eiga það á samviskunni og sláum í bókakvöld fimmtudagskvöldið 7. des.

Húsið opnar kl 19:30 og fyrsta kynning hefst kl. 20:00.
Þeir rithöfundar sem hafa svo vinsamlega staðfest komu sína eru Sigumundur Ernir Rúnarsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Arnór Bliki Hallmundsson, Brynhildur Þórarinsdóttir og Rakel Hinriksdóttir. Og nú hefur Helgi Þórsson bæst í þennan góða hóp!

Við hlökkum mikið til - verið öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Það verður heitt á könnunni og mjúka piparkakan til sölu.