Hjólreiðakeppni fimmtudaginn 23. júní.

Fimmtudagskvöldið 23. júní heldur Hjólreiðafélag Akureyrar Íslandsmót í tímatökuhjólreiðum í Eyjafirði. Keppendur ræsa sunnan við Hrafnagilshverfi og hjóla suður að Smámunasafni og til baka. Fyrstu keppendur ræsa klukkan 19:00 og er áætlað að allir hafi lokið keppni klukkan 21:00.

Hjólreiðafélag Akureyrar biður fólk að sýna tillitssemi í umferðinni á meðan keppnin fer fram og sömuleiðis bendum við íbúum að mæta út að götu og hvetja keppendur áfram.

Hjólreiðafélag Akureyrar.