Beate og Helgi í Kristnesi eru aftur og enn með jólabúðina sína opna núna í desember. Við erum með söluskúrinn okkar heim á hlaði með allskonar heimaræktuð jólatré og greni þar fyrir utan. Inni í skúrnum má finna heimagerðan varning úr smiðjunni svo sem smáhnífa og skeiðar. Þá eru heimagerðar sápur af nokkrum gerðum og kóngakerti, svo dæmi séu tekin. Auk þess ýmiskonar fjölbreyttar föndraðar vörur, plötur og spólur og guð veit hvað.
Loks má nefna að ef póstþónustan verður í stuði þá eru nokkrar væntingar til þess að nýjar vörur frá Helga og Hljóðfæraleikurunum komist í sölu fyrir jól, en barmmerki frá hljómsveitinni eru þegar komin og þykja mjög eiguleg.
Opið er helgina 9.-10. desember og svo frá laugardeginum 16. desember til og með 23. desember frá kl. 13:00-17:00.
Allir velkomnir.