Kæru sveitungar

Næstkomandi sunnudag 19. mars mun matvælaráðherra mæta á opinn fund sem haldinn verður í mötuneyti Hrafnagilsskóla að Skólatröð 9 og ræða um landbúnaðarmál, búvörusamninga og nýja landbúnaðar og matvælastefnu. Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til 19:00. Hvetjum alla sem láta sér málið varða til að mæta og nýta tækifærið til að ná samtali við ráðherra um þessu mikilvægu mál.