Samlestur og vinnustofa hjá Freyvangsleikhúsinu

Aðventuævintýri Freyvangsleikhússins að þessu sinni verður frumsamið jólaævintýri, 14. jólasveininn eftir Ásgeir Ólafsson Lie.

Samlestur á verkinu föstudaginn 6. september kl. 20:00.

Vinnustofa laugardaginn 7. september kl. 14:00.

Þó nokkuð er af hlutverkum í verkinu og eru allir 12 ára og eldri velkomnir.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að vera með okkur innann sviðs sem utan að mæta og kynna sér þetta frábæra verkefni.

Hlökkum til að sjá ykkur.