Shamanic Breathwork Kyrrðarhofinu Vökulandi 23.mars

Vilt þú:
*Efla persónulegan og andlegan vöxt?
*Stíga til fulls inn í þinn innri styrk?
*Fá skýrleika og yfirsýn?
*Byggja traust á innsæið og þitt innra leiðarljós?
*Heila gömul áföll og fastar tilfinningar?
*Sleppa tökum á hamlandi hugsanamynstrum, sjálfskaðandi hegðun og fíknimunstrum?
Shamanic Breathwork er áhrifarík iðkun þar sem öll tjáning líkamans er velkomin.
Með einfaldri en kröftugri hringöndun, og tónlist sem er stillt inn á orkustöðvar líkamans, opnar aðferðin möguleikann fyrir þátttakandann að uppgötva sitt innra landslag með því að opna inn á víðari stig meðvitundarinnar og þar með eigin getu til heilunar og umbreytingar - á andlegu, huglægu, tilfinningalegu og líkamlegu sviði.
Við tengjum við okkar innri visku og sleppum taki af því sem þjónar ekki lengur. Þannig öðlumst við meiri skýrleika og orku, sem veitir aukinn styrk til að taka fullan þátt í lífi okkar á virkan og meðvitaðan hátt.
Sumir hlæja. Sumir gráta. Sumir opna inn í ástand djúprar og umbreytandi hugleiðslu. Upplifun hvers og eins er ólík og hver reynsla er einstök. Í hvert skipti sem þú mætir til leiks tekur ferlið þig nákvæmlega þangað sem þú þarft að fara.
Engin reynsla nauðsynleg. Eina sem þarf til er áhugi og löngun til umbreytinga. Komdu nákvæmlega eins og þú ert.
Verð: 7.000
Skráning hér:
arorahelga@gmail.com
Klæðnaður og annað til að taka með:
*Mjúkur og þægilegur klæðnaður
*Vatnsbrúsi
*Augngríma (eyemask), ef vill
*Dagbók & penni, ef vill
Mikilvægt að mæta tímanlega.
Gott að miða við að borða ekki þunga máltíð 2 klst fyrir viðburð.
Um leiðbeinandann, Áróru:
Ég hef verið á miklu ferðalagi umbreytinga síðustu árin. Ég ólst upp sem hálfgert villibarn í Arnarfirði á Vestfjörðum, í djúpri tengingu við náttúruna og dýrin. Það var mér mikið áfall að flytja úr sveitinni í borgina þegar ég var 8 ára gömul og smátt og smátt missti ég tengingu við minn innri sannleika. Ég setti alla mína orku í að standa mig vel, gera eins og umhverfið hvatti til og stóð mig með framúrskarandi hætti í skóla, íþróttum og vinnu. Sama hvað ég tók mér fyrir hendur - þá þurfti ég alltaf að gera aðeins betur! Eftir að hafa menntað mig sem heilbrigðisverkfræðingur og unnið við vöruhönnun hjá Össuri í nokkur ár lenti ég á vegg vorið 2015. Ég var búin að uppfylla alla mína drauma en var algjörlega niðurbrotin og hafði aldrei verið óhamingjusamari. Ég áttaði mig á að lífið sem ég var að lifa var alls ekki að virka fyrir mig, ég þurfti að breyta til og finna út hvað það væri sem ég virkilega vildi. ,,Hver er ég? Hvað er það sem veitir mér innblástur? Hvað sannarlega skiptir mig máli? Hvað þýðir það að lifa hamingjusömu og innihaldsríku lífi?”
Ég hóf leiðangurinn á því að fara í yogakennaranám hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin, sem var ómetanleg reynsla á þessum tímamótum. Stuttu eftir útskrift fór ég í framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Ég kenndi yoga í Yogavin í 5 ár. Einnig hef ég kennt yoga og hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að mér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.
Shamanic Breathwork umbreytti lífi mínu á áhrifaríkan hátt. Ég lauk kennararéttindum sem Shamanic Breathwork leiðbeinandi á vordögum 2019, hjá Venus Rising Association for Transformation. Ég jók svo reynsluna og tók Master Practitioner réttindi síðar sama ár, og nýt þess til að deila töfrunum með öðrum.
Ég starfa með börnum, ungmennum og fullorðnum, bæði innan skólakerfisins og utan.