Sveitungar athugið!

1. vetrardag, 28. október, ætlar kvenfélagið Iðunn að fagna haustlokum með skemmtun og veglegu balli, hangikjötsballi, í Laugarborg. Þarna verður boðið upp á hangikjöt og tilheyrandi, heimafengin skemmtiatriði og að sjálfsögðu dans. Nánar auglýst þegar nær dregur en gott að taka kvöldið frá og fara að dusta rykið af sparifötunum og dansskónum.

Lumar þú á góðu skemmtiatriði fyrir haustfagnaðinn?
Til viðbótar við þau góðu skemmtiatriði sem þegar eru á dagskrá
1. vetrardag er rými fyrir 1 - 2 atriði í viðbót. Ef einhver/jir hafa áhuga á að koma fram er tækifærið núna. Það má vera uppistand, gamanljóð, töfrabrögð, skyggnilýsingar, söngur eða …… Áhugasamir hafi samband við Hrönn s. 866-2796, Ástu s. 893-1323, Önnu s. 848-1888 eða Berglindi s. 693-6524.