Kvenfélagið Iðunn verður með í viðburði Ferðamálafélags Eyjafjarðar: Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 3. desember nk. kl. 13:00-17:00.
Við verðum í Laugarborg með vöfflukaffi, kökubasar (á meðan birgðir endast) og dagbókina Tíminn minn 2024 sem er núna á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar. Ath. enginn posi.
Nánari upplýsingar og kort með þátttakendum í: Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit, er að finna í viðburðadagatali á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Hlökkum til að sjá ykkur, Kvenfélagið Iðunn.