Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar

Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Laugarborg sunnudaginn 27. apríl kl. 16:00.
Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson
Píanó: Daníel Þorsteinsson
Einsöngur: Engilbert Ingvarsson, Gunnar Berg Haraldsson og Stefán Markússon
Á efnisskrá eru allskonar lög úr öllum áttum, fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
Kórinn er flottur, léttur og þéttur. Félagarnir Viktorsson og Þorsteinsson stela stundum senunni.
Miðasala við innganginn meðan húsrúm leyfir. Miðaverð kr. 4.000
Karlakór Eyjafjarðar.