Yoga og Bandvefsnudd í KNARRARBERGI

Sælar kæru konur. Nú ætla ég að vera með námskeið í yoga og bandvefslosun fyrstu vikuna í október. Mán. 2. okt., þri. 3. okt. og fim. 5. okt. kl. 18:30-20:00.
Gerum saman léttar öndunaræfingar og teygjur, notum bolta til þess að losa um bandvefinn og bólgur og svo slökum við á í lokin.
Hittumst í Knarrarbergi þeim flotta stað þar sem allt er til alls.
Allir tímarnir eru á 12.000 kr. og skráning fer fram á email workandwellnessiceland@gmail.com eða gsm 895-1517.
Annars vonast ég til þess að sjá sem flestar.
Kær kveðja Laufey yogakennari.