Myndbönd úr Eyjafjarðarsveit

Í Eyjafjarðarsveit er mikil framleiðsla orku og matvæla. Í sveitinni er raforka og heitt vatn framleitt langt umfram þörf sveitarfélagsins sem veitir því vel til sinna nágranna og stuðlar að góðum búsetuskilyrðum við Eyjafjörð. Þá er mikil framleiðsla er á matvælum og mjólk sem stuðlar að sjálfbærni landsins alls. 


Þau þekkjast vel, eru opin og skemmtileg krakkarnir í Eyjafjarðarsveit. Þau eru dugleg að eðlisfari og hugsa vel um náungann enda samfélagsandinn stór hluti af íbúum sveitarfélagsins.


Íbúar Eyjafjarðarsveitar segja frá því hvernig er að búa í sveitarfélaginu og hverjir helstu kostir þess séu. Það er kyrrð við bæjardyrnar og í faðmi fjallanna meðal vingjarnlegra íbúa er notalegt að vera


Matarstígur Helga magra í Eyjafjarðarsveit sameinar skemmtilega matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á svæðinu.


Vandræðaskáldin Sesselía og Vilhjálmur, kynntu sér á dögunum hvar Eyjafjarðarsveit er og hvar þar má finna. Þau fundu sér ýmislegt að bardúsa hér í sælunni rétt við bæjardyr Akureyrar. Velkomin í Eyjafjarðarsveit.

 

Síðast uppfært 06. september 2021
Getum við bætt efni síðunnar?