Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Börn, ungmenni og afreksíþróttafólk sem æfa hjá félagi sem á aðild að ÍSÍ eða tekur þátt í viðurkenndum íþróttamótum getur sótt um ferðastyrk vegna keppnisferða/æfingaferða sem fylgir umtalsverður kostnaður fyrir umsækjanda. Framvísa skal staðfestingu frá þjálfara, fararstjóra eða öðrum tilbærum aðila ásamt gögnum um greiðslu kostnaðar og öðrum gögnum eftir ákvörðun skrifstofu. Hámarksstyrkur er kr. 20.000,- á ári fyrir hvern iðkanda. 

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs.

Markmið
Meginmarkmiðið er að styðja einstaklinga í sveitarfélaginu sem stefna að frekari framförum og árangri á sviði íþrótta.

Reglur og skilyrði

 • Styrkþegi hafi lögheimili í Eyjafjarðarsveit
 • Styrkurinn getur aldrei orðið hærri en þátttökugjaldið
 • Hver einstaklingur getur sótt um styrk vegna einnar eða fleiri keppnisferða sem tekið er þátt í á árinu en styrkurinn verður þó aldrei hærri en samtals 20.000 kr. árlega
 • Styrkinn er ekki heimilt að færa milli ára og fellur hann niður sé ekki sótt um hann á því almanaksári sem þátttakan fer fram

Framkvæmd
Umsóknareyðublaðið er rafrænt og aðgengilegt hér að neðan.

Umsókninni þarf að fylgja eftirfarandi upplýsingar:

 • Ástæða umsóknar
 • Staðfesting þjálfara/félags á þátttöku og dagsetning ferðar
 • Greiðslukvittun þar sem fram kemur:
 • Nafn og kennitala íþróttafélags
 • Nafn og kennitala þátttakanda
 • Dagsetning ferðar
 • Dagsetning greiðslu

Umsóknin sendist rafrænt ásamt fylgiskjölum. Umsóknareyðublaðið er hér.

Styrkir eru greiddir innan mánaðar uppfylli þeir öll skilyrði. 

Síðast uppfært 12. janúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?