Atvinnu- og umhverfisnefnd

3. fundur 27. október 2022 kl. 16:30 - 19:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Kjartan Sigurðsson
  • Susanne Lintermann
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Susanne Lintermann ritari

Dagskrá:

1. SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 - 2111020
Smári Jónas Lúðvíksson, verkefnisstjóri Umhverfismála hjá SSNE, kynnir drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á norðurlandi 2023-2036 sem sveitarfélög á svæðinu samþykktu að vinna saman að.
Smári Jónas Lúðvíksson, verkefnisstjóri Umhverfismála hjá SSNE og Stefán Gíslason hjá Environice kynna drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á norðurlandi 2023-2036 sem sveitarfélög á svæðinu samþykktu að vinna saman að.
Nefndin tekur málin til umfjöllunar á næsta fundi.

2. Fjárhagsáætlun 2023 - Atvinnu- og menningarnefnd - 2210025
Atvinnu- og menningarnefnd tekur fjárhagsáætlun til umræðu.
Fjárhagsáætlun 2023 var lögð fram til kynningar. Nefndin tekur hana fyrir á næsta fundi.

3. Nýsköpunarsjóður - 2209032
Erindinu frestað

4. Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar - 2209031
Erindinu frestað

5. Frumkvöðlaeldhús í Eyjafjarðarsveit - 2208025
Formaður nefndarinnar og sveitarstjóri skýra frá fundi sem þeir áttu með starfsmanni Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins.
Erindinu frestað

6. Markaðsstofa Norðurlands - Stuðningur við Flugklasann Air66N - 2210012
Sveitarstjórn tók jákvætt í erindi Markaðsstofu Norðurlands um stuðning við Flugklasann Air66N á 596. fundi sínum þann 20.október og vísaði erindinu til umsagnar hjá Atvinnu- og umhverfisnefnd.
Nefndin leggur til við sveitastjórn að erindi markaðsstofunar um stuðning við flugklasan til næstu 3 ára verði samþykkt .

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?