Atvinnu- og umhverfisnefnd

9. fundur 02. nóvember 2023 kl. 16:30 - 18:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Kjartan Sigurðsson
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Sigurðsson formaður
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012
Nefndin leggur til að almennt sorphirðugjald hækki um 3%, gjöld fyrir dýraleifar hækki um 15% og að gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróar haldist óbreytt. Fyrirliggjandi áætlun vegna umhverfis- og atvinnumála er samþykkt.
 
2. Umhverfisstofnun - Samningur um refaveiðar 2023-2025 og áætlun 2023-2025 - 2309023
Lagt fram til kynningar.
 
3. Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2022-2023 - 2309032
Lagt fram til kynningar.
 
4. Loftslagsstefna Eyjafjarðarsveitar - 2309004
Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu nefnarinnar á 617.fundi sínum og óskar eftir því að nefndin taki loftslagsstefnuna til umfjöllunar í samræmi við umræður á sveitarstjórnarfundi.
Umræða tekin um áskoranir og tækifæri í gerð loftlagsáætlunar. Stefnt er á samráðsfund með SSNE.
 
5. Umhverfisverðlaun 2023 - 2304028
Ákveðið var hvaða aðilar hlytu umhverfisverðlaun ársins 2023 í flokki íbúðarhúsa og fyrirtækja. Kjartan Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20
Getum við bætt efni síðunnar?