Atvinnu- og umhverfisnefnd

14. fundur 14. nóvember 2024 kl. 17:00 - 19:25 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Kjartan Sigurðsson
  • Susanne Lintermann
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Elín Margrét Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
Dagskrá:
 
1. Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2023-2024 - 2409010
Fyrir fundinum liggur skýrsla um refa- og minnkaveiði.
Lagt fram til kynningar.
 
2. Gámasvæði - gjaldskrá - 2303021
Atvinnu- og umhverfisnefnd endurskoðar fyrirkomulag gjaldskrár gámasvæðis með tilliti til sorphirðu í sveitarfélaginu í heild.
Sveitarstjóri fer yfir minnisblað og tillögur að breyttri uppsetningu á gjaldtöku á gámasvæðinu þar sem endurskoðuð er gjaldskrá fyrir sorphirðu sveitarfélagsins í heild sinni með það fyrir augum að aðlaga nálgunina að nýjum lagaramma málaflokksins. Nefndin vísar afgreiðslu til fjórða fundarliðar undir fjárhagsáætlun Eyjarðarsveitar 2025 og 2026-2028.
 
Nefndin leggur til að endurskoðað verði fyrirkomulag á gám fyrir dýraleyfar, varðandi stærð og aðgengi.
 
3. Umferðaröryggisáætlun 2024 - 2405022
Nefndin heldur áfram umræðu um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins.
Nefndin óskar aðstoðar sveitarstjóra við uppfærslu umferðaröryggisáætlunar.
 
Áhersla er lögð á þær breytingar sem hafa orðið í Hrafnagilshverfi og næsta nágrenni þess. Þá verður lögð áhersla á að auka öryggi óvarinna vegfarenda sem víðast og horft sérstaklega til hjóla- og göngustígs frá Hrafnagilshverfi um miðbraut og til norðurs eftir Eyjafjarðarbraut eystri að sveitarfélagamörkum við Akureyrarbæ á þjóðvegi 1.
 
Þá verður ítrekuð ósk sveitarfélagsins til Vegagerðarinnar um að fá sérstaka úttekt Vegagerðarinnar og aðgerðaráætlun varðandi Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að Þjóðvegi 1 með tilliti til bætts öryggis eigi síðar en vorið 2023. Mikilvægt er að aðstæður séu skoðaðar bæði að vetri og sumri.
 
Undirbúa þarf samráð við Vegagerðina og aðra hagaðila sem kallaðir verða að borði eftir því sem verkefninu vindur áfram.
 
4. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028 - 2409021
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri, fer yfir drög að fjárhagsramma og helstu forsendum áætlunar fyrir málaflokka nefndarinnar.
Nefndin leggur til að gjaldskrá sorphirðu verði uppfærð til samræmis við tillögur sem fram koma í fundarlið 2 undir gjaldskrá gámasvæðis í þeim tilgangi að uppfylla lagaskilyrði varðandi málaflokkinn. Sorphirðugjald hækki þannig um 11.198 krónur á íbúð miðað við 240L ílát og þrjár tunnur. Hver íbúð fái árlega afhent 16 skipta kort á gámasvæðið. Þá verði gjaldskráin varðandi aðrar stærðir og þjónustuþega að auki aðlöguð samhliða breytingunum til í samræmis við framlagðar tillögur sveitarstjóra.
 
Nefndin leggur til að gjöld fyrir dýraleifar hækki um 15% sem skref í átt að því að málaflokkurinn standi undir sér og standist þannig lög um hann.
Lagt er til að gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróar haldist óbreytt.
 
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun vegna umhverfis- og atvinnumála er samþykkt.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25
 
Getum við bætt efni síðunnar?