Atvinnumálanefnd

3. fundur 07. desember 2006 kl. 00:43 - 00:43 Eldri-fundur

þriðji fundur nefndarinnar var haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 24. september 2002.

Til fundarins voru mætt Birgir Arason, Jón Jónsson, Páll Snorrason, Rósa Hreinsdóttir, vegna forfalla Sigríðar Bjarnadóttur, og Vaka Jónsdóttir. þá mætti Bjarni Kristinsson búfjáreftirlitsmaður.

Fundurinn var settur kl. 20:00 og var slitið kl. 22:50.

Jón setti fundinn.

 

1. Formsatriði
Vegna forfalla Sigríðar, ritara nefndarinnar, var óskað eftir því að Páll ritaði fundargerð og var það samþykkt.
Formaður lagði það til að sú verklagsregla verði viðhöfð að ef nefnadarmenn geta ekki mætt á fundi þá boði þeir sjálfir varamann, en tilkynni um leið formanni um forföll og að varamaður hafi verið boðaður. þetta var samþykkt.

 

2. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns
Bjarni fór nokkrum orðum um framkvæmd gangna sem fóru fram 14. september. Fram kom hjá honum að göngurnar höfðu í stórum dráttum farið vel fram. Framkvæmd gangna í Syðra- og Ytrafjalli var nú með öðrum hætti en verið hefur. Var almenn ánægja með þessa breytingu í Syðrafjalli, en ekki voru allir á eitt sáttir með að þetta væti til bóta varðandi Ytrafjall. Virðist hluti af vandanum sá að núna náðist ekki samstaða með Akureyringum um breytt fyrirkomulag og að á sumum stöðum þarf að bæta lítillega aðstöðu til að ná fénu heim.
Birgir sagði að á því svæði sem hann var gangnaforingi á hefði verið ýmislegt sem betur má fara.
það liggur fyrir að eitthvað er ennþá eftir af fé á afréttinum og þarf að ná því í síðari göngum eða að gera sérstaka ferð eftir því, þar sem það á við.
ákveðið var að fela bjúfjáreftirlitsmanni að vinna tillögur að nýju fyrirkomulagi, svæðaskiptingu, á göngum sem byggist á að upprekstrarfélög fjáreigenda verði stofnuð til þess að sjá um göngur á hverju svæði. þessar tillögur skal leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til umræðu og úrvinnslu.

 

3. Endurskoðun á samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit
Borist hafði frá sveitarstjórn bréf (fskj 3.1) þar sem óskað var eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort ástæða er til þess að endurskoða núgildandi samþykktir í ljósi breyttra aðstæðna og umkvartana. þá voru lögð fram til upplýsingar samþykktir Eyjafjarðarsveitar, Akureyrar, Borgarbyggðar og Dalvíkurbyggðar (fskj 3.2, 3.3, 3.4 og 3.5) um þessi málefni.
það kom fram almennur vilji til þess að breyta núgildandi samþykktum, en samt var rætt um að reyna að gera það með sem minnst íþyngjandi hætti, einkum í ljósi þess að stór hluti sveitarfélagsins er sveit en ekki þéttbýli.
Jóni og Páli falið að koma saman drögum sem hægt verður að fjalla um á næsta fundi nefndarinnar.

 

4. Tilboð frá Dýralæknaþj. um garnaveikisbólusetningu og hundahreinsun
Lagt var fram tilboð frá þeim (fskj 3.6). Samþykkt var að ganga að þessu tilboði og að kynna það fyrir íbúum í fréttabréfinu.

 

5. Flutningur á öldurétt fram í þormóðsstaði
þar sem það liggur fyrir að öldurétt verður ekki notuð meir, þar sem hún er nú, hafa komið fram hugmyndir um að taka hana niður og setja upp í stað þormóðsstaðaréttar sem er orðin mjög léleg. það kom fram að staðsetning núverandi þormóðsstaðaréttar er ef til vill ekki ákjósanleg og þarfnast endurskoðunar.
ákvörðun um flutning var frestað og ákveðið að búfjáreftirlitsmaður kanni afstöðu þeirra sem búa á þessu svæði hvar ákjósanlegt er að setja réttina niður, það er að segja ef komist verður að þeirri niðurstöðu að rétt þurfi að vera þarna. þetta þarf að skoða sérstaklega með í huga þær breytingar sem geta orðið varðandi göngur ef stofnuð verða upprekstrarfélög, sjá 2. lið þessarar fundargerðar.

6. önnur mál
Rætt var nokkur hvað nefndin gæti gert til þess að stuðla að bættri aðstöðu til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu. Formaður lagði til að fulltrúi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar kæmi á fund nefndarinnar til þess að kynna hvaða þjónustu og aðstoð þeir hafa að bjóða.

Fleiri mál ekki tekin fyrir og fundi slitið.

Páll Snorrason

Getum við bætt efni síðunnar?