Atvinnumálanefnd

4. fundur 07. desember 2006 kl. 00:44 - 00:44 Eldri-fundur

Fjórði fundur nefndarinnar var haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 5. nóvember 2002.

Til fundarins voru mætt Birgir Arason, Garðar Már Birgisson, vegna forfalla Vöku Jónsdóttur, Jón Jónsson, Páll Snorrason og Sigríðar Bjarnadóttir, Sigríður þurfti að fara af fundi áður en fyrsta dagskrárlið lauk. þá mætti á fundinn Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri AFE og var hann á fundinum þar til fyrsta dagskrárlið var lokið.

Fundurinn var settur kl. 20:00 og var slitið kl. 23:00.

Jón setti fundinn. þar sem það var vitað að Sigríður gæti ekki setið allan fundinn var Páli falið að rita fundargerð.

 

1. Kynning á Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar
Hólmar fór yfir þá starfsemi sem fer fram á vegum AFE og þá þjónustu sem er veitt til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélag sem hlut eiga að AFE. Hann hvatti til þess að leitað verði til AFE ef vantar upplýsingar, ýmiskonar aðstoð, úttekt eða leiðsögn um kerfið.
það kom fram hjá Hólmari að mikil óvissa er nú um framtíð AFE vegna þeirrar endurskoðunar sem fer fram hjá Akureyrarbæ vegna aðkomu bæjarfélagsins að atvinnumálum.

 

2. Drög að samþykktum um hunda-, katta- og gæludýrahald í Eyjafjarðarsveit
í framhaldi af umræðum á síðasta fundi höfðu Jón og Páll unnið drög sem send voru út með dagskrá þessa fundar. Sú skoðun kom fram á fundinum að ekki ætti að vera þörf á að hafa slíkar reglur, sérstaklega í dreifbýli, og að merking ætti líka að vera óþörf. þrátt fyrir þetta var nefndin sammála um það að nauðsynlegt er að hafa skýrar reglur til þess að geta tekið á vandamálum ef þau koma upp. Nefndin samþykkti þess vegna að senda drög (fskj. 4.1 og fskj. 4.2) sem tillögur nefndarinnar til sveitarstjórnar til frekari umfjöllunar og ákvörðunar.

 

3. önnur mál
Formaður upplýsti að fjallskilastjóri væri kominn vel á veg með að vinna drög að skiptingu fjallskila milli upprekstrarfélaga og ennfremur athugun á framtíðar staðsetningur þormóðsstaðaréttar.
Formaður kynnti að landbúnaðarráðuneytið hefði gefið út nýja reglugerð um búfáreftirlit. Eyjafarðarsveit er nú eitt af sex sveitarfélögum við Eyjafjörð sem eru á sameiginlegu svæði og þurfa að ráða mannskap til að sinna búfjáreftirlitinu. Sá þáttur er nú í skoðun og eru vonir bundnar við að búfjáreftirlitsmaður sveitarfélagsins geti áfram komið að þessu sameiginlega verkefni.
Fundargerð þriðja fundar var tekin fyrir og samþykkt.
Vakin var athygli á því að atvinnumálanefnd hefur ennþá ekki fengið erindisbréf og var óskað eftir að úr því verði bætt.

 


Fleiri mál ekki tekin fyrir og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?