Atvinnumálanefnd

7. fundur 07. desember 2006 kl. 00:44 - 00:44 Eldri-fundur

Sjöundi fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 20. janúar 2003 kl. 20.00.

á fundinn mættu Jón Jónsson, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir auk búfjáreftirlitsmannsins Bjarna Kristinssonar. Birgir Arason boðaði forföll.

 

Fyrir fundinum lá skýrsla fjallskilastjóra, bréf frá Ingibjörgu Bjarnadóttur og erindi frá Jónasi Vigfússyni. Jafnframt var nefndinni falið að tilnefna fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í nefnd um bújfáreftirlit.

Jón bauð fundarfólk velkomið og benti á að fundamál væru einungis tengd fjallskilum. Hann ætlar hins vegar næsta fundi nefndarinnar að fjalla mest megnis um atvinnumálin.

á fimmta fundi nefndarinnar sem haldinn var í byrjun desember var Bjarna m.a. falið að senda út bréf til gangnaforingja um hugsanlega skiptingu upprekstrarsvæða í sveitarfélaginu og kanna hljómgrunn fyrir þannig tilhögun. Bréfið hefur verið sent og hann hefur eitthvað rætt við menn og segir það mjög misjafnt hvað þeim finnst um málið. Sumir eru mjög áhugasamir, aðrir telja það skref aftur á bak og skoðanirnar eru ekkert afgerandi eftir svæðum. Mönnum finnst kannski í lagi að sjá um framkvæmdina sem slíka en stjórnsýsluna vilja margir hafa í höndum sveitarfélagsins, þ.e. bókhaldið og reglurnar, einkum þar sem erfitt hefur reynst að eiga við aðila þegar kemur að fjallskilum og því tengdu. Eins og staðan er í dag fæst nokkurn veginn inn í fjallskilasjóð með álagningu á búfénað fyrir göngunum. Bjarni taldi landverð alltaf þurfa að vera því einhver kostnaður hlytist óhjákvæmilega af örðum þáttum þessu tengdu, s.s. vegna úrtínings, viðhalds á réttum og yfirumsjón. Jón taldi ákvörðunina um hvernig sá kostnaður yrði greiddur vera í höndum sveitarstjórnar hverju sinni. Töluverð umræða spannst um þessi mál og taldi fundarfólk í sjálfu sér ekkert mikið þurfa að breytast við slíka uppskiptingu frá því sem hefur verið. Framkvæmdin yrði eðlilega í örðum höndum og þá innan reglna hvers upprekstrarfélags sem menn setja innan lagarammans en sveitarstjórn gæti tekið þátt í vandamálum sem upp kunna að koma. Ef til vill yrði meiri vinna á höndum sjálfra fjáreigendanna en á móti kæmi meira frjálsræði við þá vinnu. Ljóst er að ábyrgðin á að halda búfé verður meira og meira færð yfir á sjálfa búfjáreigendurna, það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær að því kemur. í ljósi þess er ekkert óeðlilegt að undirbúa jarðveginn, vera skrefi á undan og geta auðveldlega tekist á við það þegar að því kemur - með reynsluna til staðar ! ákveðið var að Bjarni ynni áfram að því að skoða reglur og málsúrlausnir upprekstarfélaga en Sigríður kæmi fram með hugmynd um hvernig álagningu gæti háttað til. Allir voru sammála um að vinna nefndarinnar gagnvart upprekstarfélögum yrði að vera í nánu samstarfi við bændur viðkomandi svæða en nefndin gæti lagt til eitt og annað um tilhögun og fengið viðbrögð við því. Félögin yrðu trúlega að vera með stjórn sem fengi hjálparhönd við að koma á álagningu o.þ.h. í þann farveg sem hún vildi sjá á sínu svæði.

Bjarni hafði kynnt sér samning um Vallarétt og þar kemur ekkert fram sem hindrar flutning á henni þyki þess þurfa. í ljósi þess að fé kemur af Strjúgsárdal og austanverðum Djúpadal til réttar í viðkomandi rétt þykir ekki ástæða til að færa hana. Enginn samningur er hins vegar til um Jórunnarstaðaréttina. Birgir vinnur að kynningu á annars konar tilhögun smölunar en hefur verið á því svæði og í því ljósi er ekkert óeðlilegt að færa réttina samkvæmt því. Hvað varðar ölduréttina tóku Lionsmenn að sér að rífa hana og hafa nú flutt grindur í hlöðu á Stekkjarflötum en staurarnir eru við réttarstæðið. Hvoru tveggja bíða vors og "Dalamanna" til að flytja og reisa í Sölvadal.

Ekki er enn búið að bólusetja öll lömb við garnaveiki því sums staðar vildu menn ekki fá bólusetninguna ofan í fengitímann. áður hefur þetta mál borið á góma þar sem rætt var um hvort skaði hlytist af því að bólusetja á þeim tímanum og Bjarni talaði við Sigurð á Keldum um þetta. Hann hefur ekki fengið neitt um málið frá honum og ekki heldur upplýsingar frá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar um stöðuna.

Einn bær hefur enn ekki skilað inn forðagæslublaði sem sent var út í haust. Bjarni hefur unnið að því að fá upplýsingarnar en hefur nú vísað málinu til Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Bréf hefur borist frá Ingibjörgu Bjarnadóttur, Gnúpufelli, um niðurfellingu fjallskilagjalda fyrir árið 2002. Nokkur umræða varð um málið og nefndarfólk varð sammála um að margir sætu við sama borð. í ljósi þess að beiðnin berst of seint og uppgjöri ársins nánast lokið þótti ekki rétt að veita heimildina. Bjarna sveitarstjóra var falið að svara erindi Ingibjargar.

Frá Jónasi Vigfússyni hefur borist bréf þar sem hann óskar eftir hundrað þúsund króna fjárhæð vegna réttarbyggingar í Litla Dal úr sveitarsjóði gegn afnotum vegna fjallskila. á fundi með Djúpdælingum í fundaherferð fyrrverandi fjallskilanefndar í janúar 2001 var einmitt talað um að einhvers konar aðhald í Litla Dal kæmi að miklu gagni fyrir fjallskilin á því svæði. á fundi atvinnumálanefndar fyrri partinn í desember á sl. ári bar þetta mál jafnframt á góma og þörfin er vel til staðar. í ljósi þessa taldi fundarfólk vel athugandi að skoða uppsetningu á einhvers konar aðhaldi fyrir fé þar sem hægt yrði að draga það í sundur auk girðingar til innrekstrar. þannig yrði hægt að nota aðstöðuna fyrir göngur og eftirlegukindur og líta mætti á einhverja fjárhæð úr sveitarsjóði sem styrk frá sveitarfélaginu til fjáreigenda á svæðinu til að auðvelda smölun þar. Umræða spannst um aðkomu annarra fjáreigenda á svæðinu og hvort viðhaldið ætti ekki að vera í höndum fjáreigenda. ákveðið var að Bjarni búfjáreftirlistmaður heyrði í þeim og kannaði þeirra hug gagnvart þessu. Ef aðhald sem þetta kæmi upp og yrði til hagræðingar og þæginda er jafnframt vert að skoða hvort stytta megi einhver dagsverk. Nefndarfólk var samþykkt því að veita allt að hundrað þúsundum króna í styrk að áður upptöldum skilyrðum að fengnu mati fjallskilastjóra þegar aðhaldið væri komið upp. þá væri hægt að ganga frá sáttmála til undirskriftar við viðkomandi aðila.

út hefur verið gefin reglugerð um framkvæmd nýrra laga (103/2002) um búfjárhald. í 7. greininni er ákvæði um starfssvæði búfjáreftirlits. Samkvæmt því er Eyjafjarðarsveit á starfssvæði 18 auk Akureyrar, Hörgárbyggðar, Arnarnes-, Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahrepps. Hvert svæði þarf að skipa þriggja fulltrúa búfjáreftirlitsnefnd auk jafn margra varamanna og hefur verið samþykkt að Eyjafjarðarsveit eigi einn aðalfulltrúa í nefndinni en Akureyrarbær varamann hans. Fyrir nefndinni lá að skipa fulltrúa sveitarfélagsins og varð eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
á sjöunda fundi atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar, haldinn 20. janúar 2003, samþykkti nefndarfólk að tilnefna Jón Jónsson fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í búfjáreftirlitsnefnd á starfssvæði 18.?

Nefndarfólki finnst þessi mál ekki ganga hratt fyrir sig og benti Jóni á að fá hina fulltrúana (aðal- og varamenn) til lags við sig svo ýta megi stafinu úr vör sem fyrst. þá þarf hann að þreifa fyrir sér hvað hinir eru að hugsa en fyrst og fremst er það forðagæslan sem verið er að tala um. það snertir þetta sveitarfélag töluvert þar sem búfjáreftirlitsmaður hefur verið hér í starfi. Allir voru sammála um að mörg mál væru sameiginleg með sveitarfélögunum og væri gott að samstaða væri um, t.d. hvort tilsjónarmenn skepna yrðu að vera búsettir í viðkomandi sveitarfélagi, hver bæri ábyrgð á hrossum á eyðijörðum, upplýsingar um hvar hross úr þéttbýlinu eru yfir sumartímann o.fl. Fyrst og fremst beinir þó nefndin spjótum sínum að forðagæslunni og vildi nefndarfólk sjá rúman tíma í stefnumótunarvinnuna og halda frekar gamla laginu á forðagæslunni í vor (vorskoðun með sama hætti og verið hefur). Bjarni benti á að alltaf sé farið of seint í þessa vorskoðun því þegar veturinn er að verða liðinn og upp koma einhver vandamál er erfitt að bæta úr.

Lítið varð um önnur mál. Sigríður benti nefndarfólki á orðalagsbreytingar sem hún hafði gert við fundargerð fimmta fundar nefndarinnar og var það samþykkt. Drög að erindisbréfum fyrir nefndir eru í smíðum og ættu að verða til í næstu viku. þau þurfa að fara fyrir sveitarstjórn og í framhaldi af því er þess að vænta að formenn og ritarar nefnda verði boðaðir á námskeið til samræmingar fundargerða. Fyrirhugað er að birta fundargerðir nefnda á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar sem Jóhann ólafur Halldórsson er að vinna að. Að lokum var næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 20.00.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið. SB.

Getum við bætt efni síðunnar?