Atvinnumálanefnd

12. fundur 07. desember 2006 kl. 00:47 - 00:47 Eldri-fundur

12. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar,  Syðra Laugalandi miðvikudaginn 10. september 2003.

á fundinn mættu Birgir Arason, Jón Jónsson, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir auk Bjarna Kristinssonar, búfjáreftirlitsmanns.

 

Fyrir fundinum lá skýrsla fjallskilastjóra, slepping hrossa eftir göngur og kynning á iðnaðarlóðum auk annarra mála.
Búfjáreftirlitsmanni bárust fréttir um að enn væri fé í þormóðsstaðarétt á þriðjudeginum, þremur dögum eftir göngur. Hann brást skjótt við, fór á staðinn og mætti þá eigandanum sem var að hirða það. Hann hyggst tilkynna málið til eftirlitsdýralæknis. Upp kom umræða um ábyrgð annarra aðila en fjáreigenda, s.s. réttarstjóra, nefndarfólks og annarra. Ekki er hægt að benda á einhvern ákveðinn aðila - annan en eigandann - en allir voru sammála um að svona lagað gæti ekki gengið og rétt að færa málið áfram "í kerfinu." Viðkomandi aðili hefur áður verið undir eftirliti með skepnur og skepnuhald og var þá tilsjónarmaður til kvaddur. Rétt er að búfjáreftirlitsmaður sendi bréf með áminningu um tiltekið atriði til eiganda og heyri jafnframt í tilsjónarmanninum. í þessari umræðu kom fram að þrátt fyrir allt það lagafargan sem til er um búfjárhald og þess háttar virðist ekki vera hægt að leysa mörg mál á einfaldan og skjótan hátt, skepnunum til handa, svo sterkur er eignarrétturinn.

í göngum sást um 40 hrossa hópur á Tungnafjalli sem líklega hafa fælst undan mótorhjólum inni á þormóðsstaðadal. því miður er töluvert um að hér í sveit sé farið inn til dala með mótorhjól og ekið um. ákveðið var að Bjarni hefði samband við eiganda hrossanna til að láta hann vita af þeim. Göngur hafa gengið heilt yfir ágætlega eftir því sem fjallskilastjóri hefur heyrt um. Rætt var um að nýta útsýnisflug um afréttir til að athuga hvort og hvar fé héldi sig og þykir nefndarfólki rétt að skoða það vel. Vitað er um tvö tilfelli þar sem fé kom til réttar frá fjáreigendum sem sóttu um og höfðu fengið afslátt á álagningu. Nokkur umræða spannst um hvort fella ætti niður afsláttinn þegar um eina kind væri að ræða og varð úr að nefndin héldi sig við sína ákvörðun; fella niður afsláttinn ef fé kemur, óháð fjölda. Bjarna var bent á að tala við alla réttarstjóra og heyra í þeim hvort þeir hefðu orðið varir við fé frá þeim aðilum sem fengu afslátt á álagninu svo allir sætu við sama borð. Birgir sagði réttina í Litla Dal hafa komið að góðum notum og er það vel. Reynt var nýtt gangnafyrirkomulag í Hleiðargarðsfjalli og tókst mjög vel. Birgir taldi mega spara gangnamenn með enn betra fyrirkomulagi; smala frá Villingadal að sunnan og Hálsi að norðan sama daginn og reka til réttar við Gilsá/Gullbrekku/Nes. Talstöðvar eru nú víða notaðar og reynast alveg ágætlega, eru til stórbóta. Upp kom umræða um hvað ber að gera þegar fólk getur ekki útvegað gangnamenn og lætur gangnaforingja vita tímanlega. Ef menn gera þetta ekki upp sín á milli er ferlið að tala við Bjarna þegar slíkt kemur upp og ef viðkomandi gangaforingi getur útvegað fólk færir Bjarni það til milli manna samkvæmt því.

Aðstæður við þverárrétt voru ekki í lagi eins og samið hafði verið um og töluverður kostnaður fór í að "hreinsa til" svo hægt væri að rétta fé þar. á það við um bæði réttina sjálfa og næturhólfið þar sem gripir voru í. Var þar þverbrotinn samningur sem undirritaður hefur verið og er það miður.

Rétt er að auglýsa hrossasmölun í næsta dreifibréfi. Gróðurverndarnefnd hefur enn ekki komið saman og þar af leiðandi ekki farið á svæðin sem atvinnumálanefndin hefur verið með í umræðunni. Sigríður sem jafnframt er í gróðurverndarnefnd sagði nefndina koma saman á sinn fyrsta fund n.k. sunnudag og óskaði þar eftir skriflegri beiðni um athugun á viðkomandi svæðum. Gróðurverndarnefnd hefur síðan hug á að fara í vettvangskönnun og hafa lokið því helst fyrir mánaðarmótin næstu. Umræða spannst um sleppingar hrossa eftir göngur; hvort, hvar, hvernig, hvenær...... Ekki er hægt að bíða eftir áliti gróðurverndarnefndar fyrir ákvarðanatöku þetta árið en grípa til aðgerða þyki þess þurfa á þá viðkomandi svæðum. Allir eru sammála um að ekki sé rétt að hleypa utansveitarhrossum í afrétt eftir göngurnar. Inn í umræðuna spannst aðbúnaður hrossanna, eftirlit og enn og aftur þessi mismikla ábyrgð eigendanna sjálfra - og sinna þeirra gagnvart skepnuhaldi. Ljóst er að þrýstingurinn er töluverður um að leyfa ekki sleppingar hrossa eftir göngur en hin "milda leið" þykir nefndarfólki hinn vænlegasti kostur. Oft á tíðum hefur reynst erfitt að fá hrossaeigendurna til að ná í hrossin þegar snjórinn er kominn. Nefndin leggur til að viðmiðið verði 1. desember. Rétt er að senda bréf til hrossaeigenda er varðar málið allt og var Bjarna og Sigríði ritara falið að semja bréf og senda út til hinna nefndaraðila til umsagnar áður en það er birt.

Kynnt var tillaga að fjórum lóðum fyrir einhvers konar atvinnustarfsemi á merkjum fast sunnan við Grísarármerki fyrir neðan veg. á aðalskipulagi er þetta skilgreint sem íbúðabyggð. Ekkert hefur verið skilgreint en ekki er fyrirhugaður neinn þungaiðnaður þarna. Nefndin telur að þarna þurfi að vera "snyrtileg starfsemi" og huga þarf að aðkomu, setja gott skjólbelti sunnan við lóðirnar til að afmarka þær vel frá öðru. Nauðsynlegt er fyrir sveitarfélagið að hafa slíkar lóðir upp á að bjóða í ört vaxandi skipulagðri íbúðabyggð. Fyrir nokkrum árum barst ein umsókn um atvinnuhúsnæði nálægt Hrafnagilssvæðinu en var þá ekki fyrir hendi. Forvitnilegt verður að sjá hvernig málið þróast nú þegar skipulagðar hafa verið lóðir og þær þá auglýstar.

 


Fleira ekki rætt og fundi slitið. SB

Getum við bætt efni síðunnar?