Atvinnumálanefnd

13. fundur 07. desember 2006 kl. 00:47 - 00:47 Eldri-fundur

13. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 9. október 2003  kl. 20.15.

Mættir voru Jón Jónsson, Sigríður Bjarnadóttir, Páll Snorrason, Vaka Jónsdóttir, Birgir Arason, Bjarni Kristinsson, búfjáreftirlitsmaður, og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sat fundinn að hluta.

 


Dagskrá:
1. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns og fréttir af fundi með fulltrúum AFE
2. Breytt starfssvið búfjáreftirlitsmanns og breyting á starfslýsingu hans
3. Hross á afrétt, framhaldsumræða
4. önnur mál

 


1. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns og fréttir af fundi með fulltrúum AFE

1 a. Fréttir af fundi með fulltrúum AFE
Athugandi að skoða hvort ekki væri hægt að vinna meira með handverkið á þessu svæði. Skilgreina þarf verkefni og beina til AFE til úrvinnslu.

1.b. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns
Hrossasmölun gekk vel, hross með færra móti í báðum réttum (Melgerðis- og þverárrétt). Færri hross fóru á afrétt og hrossaeigendur eru að taka hrossin heim áður en rekið er til réttar.

Rétt er komin upp í Litla Dal og nýtist vel.

Sótt var fé bæði vestur í þverárrétt og austur í Nes. Ekkert hefur verið flogið yfir svæðið en fjallskilastjóri hefur ekki haft miklar spurnir af "ógöngufé." Opið er fyrir flug yfir svæðið eftir óskum gangnaforingja og veðurfari/snjóalögum.

Hundahreinsun; lagt til að formaður nefndarinnar og sveitarstjóri komi með tillögur að fyrirkomulagi hunda- og kattahreinsunar fyrir næsta fund.

Garnaveikibólusetning; leita eftir upplýsingum um ábyrgð sveitarfélagsins gagnvart henni.

 

2. Breytt starfssvið búfjáreftirlitsmanns og breyting á starfslýsingu hans
Bjarni búfjáreftirlitsmaður vék af fundi þegar þessi liður var tekinn fyrir.
Drög að breytingum á starfi og starfslýsingu voru kynnt af Bjarna sveitarstjóra. ákveðið að nefndarfólk kynni sér ýtarlegar og komi athugasemdum á framfæri fyrir 31. október hafi það einhverjar fram að færa.

 

3. Hross á afrétt, framhaldsumræða 
Meiri hluti nefndarinnar er hlynntur því að halda sig við það sem var ákveðið á síðasta fundi og bíður m.a. eftir að gróðurverndarnefnd komi með umsögn um ástand gróðurs á Skjóldal, Ytra-Fjalli og Staðarbyggðarfjalli.

 

4. önnur mál
Erindi barst frá bæjum í botni Eyjafjarðardals um annars konar gangnaskipulag en verið hefur. Formaður og fjallskilastjóri fara yfir erindið og nefndarfólk kynnir sér málið svo taka megi afstöðu til þess á næsta fundi nefndarinnar.Fleira ekki rætt og fundi slitið klukkan 22.45 . SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?