Atvinnumálanefnd

14. fundur 07. desember 2006 kl. 00:48 - 00:48 Eldri-fundur

14. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 10. nóvember 2003 kl. 20.00

Mættir voru Birgir Arason, Jón Jónsson, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson, búfjáreftirlitsmaður.


Dagskrá:
1. Skýrsla fjallskilastjóra
2. Fjárhagsáætlun 2004
3. Bréf varðandi gangnafyrirkomulag dagsett 4. október 2003
4. Starfslýsing dýraeftirlitsmanns
5. Hundahreinsun
6. önnur mál



1. Skýrsla fjallskilastjóra
Verið er að vinna að skrá er varðar hundahald í sveitinni og útbúa eyðublöð þar að lútandi. Reynt verður að fylgja því eftir að dýralæknar sinni þessu og skili af sér pappírum er það varðar.
Garnaveikisbólusetning er hafin og er það Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar sem sinnir því eins og verið hefur. það er síðan í höndum eftirlitsdýralæknis að fylgjast með því að allir fjáreigendur á svæðinu láti sprauta sín lömb.
Ekkert hefur verið óskað eftir aðstoð hjá Bjarna í tengslum við fjárleitir en vitað er um að menn hafi sótt fé á eigin spýtur og er það vel.

2. Fjárhagsáætlun 2004
Nefndum á vegum sveitarfélagsins verður úthlutað ákveðinni upphæð sem nefndirnar sjá síðan um að skipta niður á rekstrarliði sína að undanteknum föstum liðum.
Lagt var til að Jón og Bjarni ásamt skrifstofufólki ynnu drög að fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar sem síðan verða lögð fyrir aðra nefndaraðila. Nefndin vinnur eftir nokkuð föstum ramma en rætt var að gera atvinnumálunum hærra undir höfði og eiga einhvern sjóð þar að lútandi. Fjöldi funda eins og verið hefur þykir hæfilegur.

3. Bréf varðandi gangnafyrirkomulag dagsett 4. október 2003
Ekki er litið á erindið sem ósk um stofnun upprekstrarfélags heldur tilraun til breytts gangnafyrirkomulags. Nefndin felur formanni og búfjáreftirlitsmanni að ganga frá samningi við viðkomandi ábúendur á grundvelli efni bréfsins. Sigríður skýrði sjónarmið bréfsins en sat hjá við afgreiðslu málsins.

4. Starfslýsing dýraeftirlitsmanns
Drög að starfslýsingu var dreift á síðasta fundi og nefndarfólk hafði tækifæri til að koma með athugasemdir. Engar athugasemdir bárust.

5. Hundahreinsun
Nefndarfólk er hlynnt því vinnuferli sem sveitarstjóri, dýraeftirlitsmaður og fulltrúar heilbrigðiseftirlits hafa komið sér saman um. Nefndin óskar eftir því að sveitarstjóri samræmi þær við drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit og ýti á að hún fari fyrir sveitarstjórn.

6. önnur mál
Kynnt var minnisblað frá sveitarstjóra um verklagsreglur og samþykktir.


Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?