Atvinnumálanefnd

15. fundur 07. desember 2006 kl. 00:48 - 00:48 Eldri-fundur

15. fundur atvinnumálanefndar haldinn að Sólgarði miðvikudaginn 10. desember 2003 kl. 20:00.
Mættir voru Birgir Arason, Jón Jónsson, Páll Snorrason, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður.


Dagskrá:
1. Fréttir af fundi með starfsmönnum AFE
2. Skýrsla dýraeftirlitsmanns
3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 og starfsáætlun
4. Fundartími janúar - júní 2004
5. önnur mál

1. Fréttir af fundi með starfsmönnum AFE
Fundur með þeim fyrr um kvöldið féll niður.

2. Skýrsla dýraeftirlitsmanns
Langt komið að vinna lista um hundaeign í sveitarfélaginu.
Flogið yfir hluta afréttar eftir göngur og sáust 2 kindur.

3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 og starfsáætlun
Drög höfðu verið send út áður og rædd óformlega í síma. Hækkun verður á framlagi til markaðsskrifstofu og upplýsingaskrifstofu frá þeim drögum. Gert ráð fyrir að nefndin hafi um Kr. 550.000 til ráðstöfunar vegna atvinnumála á árinu.
Starfsáætlun lögð fram en ekki rædd.

4. Fundartímar janúar - júní 2004
Eftirfarandi dagar ákveðnir:
22. janúar 2004 (á undan fundur AFE)
9. febrúar 2004
9. mars 2004
12. maí 2004 (á undan fundur AFE)
10. júní 2004

5. önnur mál
Samþykkt að meindýraeyðing á vegum sveitarfélagsins hætti frá og með 1. janúar 2004.
Samþykkt að hross megi ekki vera lengur í afréttinum á þessum vetri.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:45

Getum við bætt efni síðunnar?