Atvinnumálanefnd

17. fundur 07. desember 2006 kl. 00:49 - 00:49 Eldri-fundur

17. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í Sólgarði fimmtudaginn 22. janúar 2004 kl. 20.15.

á fundinn mættu Jón Jónsson, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir úr atvinnumálanefnd. Birgir Arason boðaði forföll. þá sátu fundinn þeir Bjarnarnir Kristinsson dýraeftirlitsmaður og Kristjánsson sveitarstjóri.


Dagskrá fundarins:
1. Samþykkt um hundahald
2. Atvinnumál
3. önnur mál


1. Samþykkt um hunda- og kattahald
Sveitarfélaginu er ætlað að hafa eftirlit með hunda- og kattahaldi þannig að þessar reglur þurfa að vera til staðar. Jón kynnti fyrir fundarfólki umfjöllun reglanna sem hafði farið fram á sveitarstjórnarfundi. Honum og Bjarna sveitarstjóra var falið að fullvinna drögin og senda síðan fulltrúum nefndarinnar til umsagnar innan ákveðins frests. Nefndarfólk var sammála um örmerkingu hunda og var Bjarna Kristinssyni falið að kanna það nánar (merki, merking, aflestur o.fl.).

2. Atvinnumál (fjallað um á fundi með fulltrúa AFE haldinn fyrir þennan fund og er þar að finna í fundargerð.)
AFE hefur gert samantekt á 10 ára sögu stjórnvaldaafskipta af handverki í formi fjárstuðnings og var henni dreift til fundarfólks. Upphaflega var stuðningi veitt bæði til varðveislu handverks og nýlistar. þróunin hefur orðið sú að stuðningurinn nær nú eingöngu til nýlistarinnar á kostnað hins liðarins. Veittir eru fjármunir sem bera þrjú stöðugildi og staðsett eru í Reykjavík. Málið snertir nokkur ráðuneyti; forsætis-, landbúnaðar-, iðnaðar- og félagsmálaráðuneytið. ákveðið var að fulltrúar AFE vinni í samstarfið við Bjarna sveitarstjóra áfram að málinu. þá yrði að senda fyrirspurn til viðkomandi ráðuneyta um fulltrúa handverks á landsbyggðinni og hugmynd að starfslýsingu jafnframt sett fram.
Bjarni sveitarstjóri taldi vert að skoða samvinnu í "Vest Norden" samstarfi og áleit að þar væri hægt að sækja fjármuni til starfsemi hvers konar. það væri hægt að skoða í tengslum við aukinn veg handverksins.
Fulltrúar nefndarinnar sjá fyrir sér opinn fund innansveitar þar sem fulltrúar AFE koma og kynna sína starfsemi og hvernig þeir geta komið að málunum. þá er vel athugandi að fá fleiri aðila þar inn með erindi/stutt ávörp, s.s. fulltrúa frá Impru, Nýsköpunarsjóði, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar o.fl. o.fl. Stefnt er að þeim fundi í apríl.

3. önnur mál
Ekki lágu önnur mál fyrir fundinum.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.10. SB

Getum við bætt efni síðunnar?