Atvinnumálanefnd

20. fundur 07. desember 2006 kl. 00:51 - 00:51 Eldri-fundur

20. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 10 júní 2004,  kl. 20.15.

Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir, Bjarni Kristinsson dýraeftirlitsmaður og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.

 

Dagskrá:
1. Sleppingar
2. önnur fjallskilamál
3. Fjárhagsstaða nefndarinnar
4. önnur mál

 

1. Sleppingar
Nefndin hefur gefið út dagsetningar fyrir sleppingar í ár eftir að hafa rætt sín á milli símleiðis og að fengnu áliti gróðurverndarnefndar Eyjafjarðar.  ákveðið var að heimila að sleppa sauðfé í dag, 10. júní, og stórgripum 20. júní n.k. - utansveitarhrossunum ekki fyrr en 1. júlí.  Að fengnu áliti gróðurverndarnefndar var mælst til þess að stórgripum yrði ekki sleppt á Skjóldal fyrr en 1. júlí.  Nokkur umræða varð um dagsetningarnar og mikilvægi þess að hliðra til eftir árferði.  Atvinnumálanefndin hefur fengið gróðurverndarnefndina til liðs við sig nánast á hverju ári til að meta endanlega útgefnar dagsetningar.  Samræmdar dagsetningar voru settar á sínum tíma svo tími ynnist til að gera við girðingar áður en heimilað yrði að sleppa. 
í ljósi ástands Skjóldals og umræðunnar sl. haust var ákveðið að Bjarni Kristinsson hefði samband við formann gróðurverndarnefndar og óskaði eftir að hún færi aftur þangað nú í haust auk þess að skoða Ytra Fjall í sömu ferð.  Talað var um að fá jafnframt fulltrúa frá Landgræðslu ríkisins með í för. 

 

2. önnur fjallskilamál
Rætt var um nauðsyn þess að kynna heimild fyrir smölun vegna sumarslátrunar fyrir áhugasama.  Bjarna var falið að útbúa tillögu að auglýsingu er varðar efnið. 
Enn er verið að heimta, náð var í 5 ær og 7 lömb í Djúpadal 1. júní s.l.  Ekki var hrútur í hópnum þannig að fleira fé er til staðar á svæðinu. 
Bjarni hefur ekki enn fengið forðagæslupappíra í hendurnar til að vinna að álagningu fyrir haustið.

 

3. Fjárhagsstaða nefndarinnar
Nefndum er gert að fara yfir stöðu sína í júní með tilliti til fjárhags.  Lagt var fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu Atvinnumálanefndar og virðast þau mál vera í góðu lagi.

 

4. önnur mál
Búið er að fara yfir svæðið hvað varðar minkaleit og hafa 35 minkar unnist.  Stefnan er að leggja gildrur í haust fyrir minkinn.
Ekki hefur verið unnið með efni úr öldurétt sem fyrirhugað var að nýta í rétt við þormóðsstaði.  Bjarna var falið að heyra í Sveini á Vatnsenda og Braga á æsustöðum út af málinu.
Rætt var um fundartíma nefndarinnar með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar sem hefur verið kl.19.00.  Birgir getur ekki mætt á þeim tíma og rætt var um að færa þessa fundi til 20.00 svo hann hafi tök á að vera þátttakandi í þessari umræðu.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.20.  SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?