Atvinnumálanefnd

21. fundur 07. desember 2006 kl. 00:52 - 00:52 Eldri-fundur

21. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 17. ágúst 2004 kl. 20.15.

Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson dýraeftirlitsmaður.

 

Dagskrá:
1. Gangnadagar haustið 2004
2. Undanþága frá göngum 2004
3. Fundartímar nefndarinnar
4. önnur mál

 

1. Gangnadagar haustið 2004
Búið er að auglýsa dagsetningar fyrir göngur hér í sveit en Bjarni hafði samráð við nefndarfólk símleiðis. Auk þess hafði hann heyrt í mörgum sauðfjárbændum þar sem flestir voru fylgjandi því að hafa 1. göngur 4.-5. september. Bjarni hafði líka samband við Fnjóskdælinga sem ætla að rétta á Illugastöðum þessa helgi. í ljósi þess var ákveðið að hafa fyrstu göngur 4.-5. september, 2. göngur hálfum mánuði seinna, þ.e. 18.-19. september, og hrossasmölun 2. október.
Gunnar Jónasson hefur beðist undan göngum og gangnastjórn á þverárdal en Einar Gíslason hefur tekið gagnastjórnina að sér þar í hans stað.

 

2. Undanþága frá göngum 2004
Nokkrar umsóknir hafa borist um undanþágu frá göngum. Um er að ræða Ytra Gil, Hlíðarhaga, Skáldsstaði, Víðigerði, Vagli, Gnúpufell, Bringu, Stekkjarflatir og Sandhóla.
í umsókn frá Ytra Gili og Stekkjarflötum er ekki tekið fram að fé sé heima, Jón dró umsókn Stekkjarflata til baka og Bjarna var falið að kanna hvort fé sé haldið heima á Ytra Gili. Aðrar umsóknir fylltu skilyrði nefndarinnar til undanþágu.
Eftir allnokkra umræðu var ákveðið að veita 50% afslátt á álagningu fjár þar sem skilyrðin eru uppfyllt en viðkomandi aðilum bent á að búast megi við gjaldtöku ef umrætt fé kemur til réttar.
Enn fremur spannst umræða um endurskoðun 2. gangna og eins ábyrgð fjáreigenda og staðbundin gangnasvæði.

 

3. Fundartímar nefndarinnar
Miðvikudaginn 8. september er hugmyndin að klára hugarflugsfundinn með fulltrúum Atvinnuþróunarfélagsins, AFE. Næstu fundir þar á eftir eru fyrirhugaðir fimmtudaginn 7. október, mánudaginn 11. nóvember og miðvikudaginn 15. desember. Stefnt er að því að láta alla fundi byrja klukkan 20.00, líka þá fundi þar sem fulltrúar frá AFE koma inn á.

 

4. önnur mál
Nefndin óskar eftir því að fá yfirlit yfir stöðu innheimtu fjallskilamála síðasta árs og faldi Bjarna að ganga eftir því.
Hugur er fyrir því að fylgja eftir fundinum frá því í vor þegar fulltrúar hinna ýmsu stofnana komu saman í Laugarborg. Athugandi er að færa þá umfjöllun fyrr og hafa jafnvel í október, nóvember.
Taka þarf upp umræðu um sleppingu hrossa eftir göngur að lokinni ferð Gróðurverndarnefndar Eyjafjarðarsýslu á Skjóldal og Ytra Fjall í nú haust.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:40. SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?