Atvinnumálanefnd

42. fundur 06. desember 2006 kl. 21:23 - 21:23 Eldri-fundur

42. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu sveitarinnar, Syðra-Laugalandi, þriðjudaginn 28. nóvember 2006 kl. 13.00.

á fundinn mættu Benjamín Baldursson,  Birgir Arason, Orri óttarsson, Bryndís Símonardóttir, Bjarni Kristinsson og Dóróthea Jónsdóttir.


Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2007.
Benjamín lagði fram drög að áætlun fyrir nefndarfólk og kynnti einstaka liði eftir því sem spurt og fjallað var um.  
 - Sérstök umræða var um fjallskil og var rætt um áframhald á álagningu á land sem er í 3 þrepum eftir mati jarðar.  Nefndin leggur til að þessu verði haldið óbreyttu núna en að á vordögum þurfi endurskoðun að fara fram á fjallskilamálum.  
 - áætlunin var samþykkt að öðru leyti og Benjamín falið að skila henni.


2. Raforkumál.
Rætt var um 3 fasa rafmagn og stöðu þess í sveitinni.  Tekin var ákvörðun um að kannaðar verði þarfir á þeim bæjum sem ekki hafa 3 fasa rafmagn í dag.


3. Skipan samráðsnefndar vegna sauðfjársjúkdóma.
Nefndin skipaði í samráðsnefnd eftirtalda aðila : Orra óttarsson, Birgi Arason og þröst Jóhannesson. Varamaður í nefndinni var skipaður Bjarni Kristinsson.   


4. önnur mál.
Bréf Hólmgeirs Valdimarssonar varðandi flugelda og hættu af þeim var rætt en nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar.


Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 12.desember klukkan 12.00


Fleira ekki rætt og fundi slitið 15.20. / D.J.

Getum við bætt efni síðunnar?