Atvinnumálanefnd

23. fundur 07. desember 2006 kl. 00:53 - 00:53 Eldri-fundur

23. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 14. október 2004 kl. 20.00.

Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður.


Dagskrá:
1. Skýrsla fjallskilastjóra
2. Bréf frá Jónasi Vigfússyni
3. örmerking hunda
4. Garnaveikisbólusetning sauðfjár
5. Fundargerð Gróðurverndarnefndar Eyjafjarðar
6. önnur mál


1. Skýrsla fjallskilastjóra
Göngur gengu þokkalega fyrir sig í ár og víðast smalaðist vel.  Enn er vitað um fé á einhverjum afréttum.  Ekki hefur þó verið óskað eftir yfirlitsflugi.  ákveðið var að nefndin sendi frá sér tilkynningu í dreifibréf sveitarinnar sem hvetur fjáreigendur sjálfa til að nálgast sitt fé sem fyrst. 
Hrossagöngur gengu ágætlega og engin óskilahross komu af afrétt sem sætir tíðindum. 
Einstaka vandamál kemur upp vegna lausagöngu búfjár milli jarða.  Lausaganga búfjár á vegsvæðum er bönnuð og varð töluverð umræða um málið.  Við ítrekaðar aðfinnslur vegna lausagöngu búfjár milli jarða mælir nefndin með því að sveitarstjóri komi áfram að málinu. 
Eitthvað er um að fé fari um Kambsskarð yfir í Hóladal og komi fram í öxnadal, í haust voru það sex kindur.  Bjarna var falið að heyra í viðkomandi fjáreigendum um að farga þessu fé til að koma sem mest í veg fyrir að féð fari þessa leið.
óskað var eftir því að Bjarni kynnti sér hvort fé hefði komið til réttar frá einhverjum af þeim bæjum sem fengu undanþágu frá fjallskilum. 
á sínum tíma voru grindur úr Reykárrétt fluttar í Stekkjarflati og geymdar þar með það að leiðarljósi að nýta þær í þormóðsstaðarétt.  Bjarna var falið að heyra í Sveini á Vatnsenda og kanna hvort byggja bæri upp réttina á öðrum stað og koma þá efninu þangað (staurum frá fyrrverandi réttarstæði, grindum frá Stekkjarflötum).
Aðstæður við þverárrétt voru ekki samkvæmt samningi í haust og ræddar voru hugmyndir um að minnka næturhólfið og jafnvel rétta samdægurs og smölun fer fram. 
Unnir hafa verið 58 minkar í ár og er það fleira heldur en í fyrra enda meira af minknum nú.  Tófurnar sem hafa náðst eru 31. 


2. Bréf frá Jónasi Vigfússyni
Borist hafa tvö bréf frá Jónasi sem varða röðun gangnasvæða á gangnaseðli í Saurbæjardeild og hrossaálagningu á sama svæði.  Nefndin telur gott að fá ábendingar og felur Bjarna að taka tillit til réttmætra ábendinga.


3. örmerking hunda
Hundaeigendum er skylt að ormahreinsa og örmerkja hunda sína auk þess sem hundaeigandinn skal jafnframt framvísa ábyrgðartryggingu fyrir hundinn.  Atvinnumálanefndin sendir frá sér auglýsingu sem þetta varðar í komandi dreifibréfi.

4. Garnaveikisbólusetning sauðfjár
Enn kemur auglýsing frá Atvinnumálanefnd í dreifibréfinu, að þessu sinni sem varðar garnaveikisbólusetningu.  þar kemur fram að fjáreigendur eru ábyrgir fyrir því að bólusetning fari fram og þeir hvattir til að sjá um að það sé framkvæmt hið fyrsta.  Bólusetningunni skal lokið 31. des. og rætt var um í nefndinni að minna á hana aftur í dreifibréfi um miðjan desember.


5. Fundargerð Gróðurverndarnefndar Eyjafjarðar
Gróðurverndarnefndin fór ásamt fulltrúa Landgræðslunnar á þrjá staði í sveitarfélaginu seinni partinn í september; á svæði fyrir ofan Syðra Gil í Ytra Fjalli, á Skjóldal norðanverðan og öngulsstaðaöxlina.  Tveir hinir síðar nefndu staðirnir koma vel frá sumri, ástand gróðursins þar gott og hæfilega bitið.  á fyrst nefnda staðnum eru melar og rofdílar áberandi og stór hluti hans ekki beitarhæfur.
Auk þess mælti nefndin með því að hrossabeit í fjalllendi sé ekki leyfð eftir október.  Atvinnumálanefndin tekur undir tilmæli Gróðurverndarnefndar enda í samræmi við tillögur hennar síðasta haust.  Nefndin felur síðan sveitarstjórn lokaafgreiðlsu og auglýsingar í kjölfarið varðandi haustbeit hrossa í afrétt.


6. önnur mál
Upp kom umræða um þátt sveitarfélagsins gagnvart hinum hefðbundnu búgreinum sem stundaðar eru hér í sveit.  í umræðunni kom upp að garnaveikisbólusetning er skylda á ákveðnum svæðum landsins.  Sum sveitarfélög hafa tekið þátt í þeim kostnaði sem af hlýst.  í ljósi þess væri fróðlegt að vita hvort sveitarfélaginu væri heimilt að leita eftir hagstæðasta tilboðinu í garnaveikisbólusetningu og sjá um framkvæmdina og jafnvel að greiða niður hluta kostnaðarins sem af hlýst.  þá væri fróðlegt að athuga hvort sauðfjárveikivarnir ættu ekki að kosta til einhvers hluta.
Einnig spannst umræða um uppkaup fjársterkra aðila á jörðum víða um land.  Oft á tíðum er framleiðslurétturinn fluttur annað og jarðirnar eru lagðar í eyði.  þetta er m.a. að gerast hér í sveit.
Ekki voru rædd fleiri önnur.


Fundi slitið kl.00.00.

Getum við bætt efni síðunnar?