Atvinnumálanefnd

25. fundur 07. desember 2006 kl. 00:55 - 00:55 Eldri-fundur

25. fundur atvinnumálanefndar haldinn á Akureyri miðvikudaginn 15. desember 2004,  kl. 12.30.

Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður.


Dagskrá:
1. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar 2005
2. önnur mál1. Fjárhagsáætlun 2005

Nefndarfólk hefur fengið fjárhagsáætlun nefndarinnar til kynningar.  Helstu breytingar frá drögunum eru þær að framlag til refa- og minkaeyðingar eykst um 15%, liðirnir tjaldsvæði, heimavist-hótel og Laugalandsskóli fara á bundna liði og viðhald húsa og mannvirkja innan fjallskilapóstsins hækkar um 50%.  áætlunin var samþykkt samhljóða. 


2. önnur mál
Fundargerð 7. fundar búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18 ásamt fjárhagsáætlun ársins 2005 voru kynntar.  Nefndin hafði engar athugasemdir þar um.
í framhaldi af ferðinni 19. nóvember síðast liðinn þar sem atvinnumálanefnd fór um sveitarfélagið ásamt Bjarna Kristjánssyni, Bjarna Kristinssyni, Aðalsteini Bjarnasyni og árna Jósteinssyni (fulltrúi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, AFE, Magnús ásgeirsson, mætti í hádegisverðinn og kom svo í Sólgarð að lokinni ferð þar sem umræður urðu), er óskað eftir að sveitarstjóri sendi formlega beiðni til AFE um að fylgja eftir hugmyndum um nýtingu rafmagns sem í boði er hjá Fallorku. Fundi slitið kl. 13:45.  
SB ritari.

Getum við bætt efni síðunnar?