Atvinnumálanefnd

26. fundur 07. desember 2006 kl. 00:55 - 00:55 Eldri-fundur

26. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 14. febrúar 2005 kl. 20.15.

Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður. Vaka Jónsdóttir boðaði forföll og fyrsti varamaður gat ekki komið.


Dagskrá:
1. Fréttir frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, AFE
2. Hunda- og kattareglugerð
3. ársskýrsla nefndarinnar
4. önnur mál


1. Fréttir frá AFE
Báðir fulltrúar Atvinnuþróunarfélagsins eru veikir þannig að mál er varða AFE er frestað þar til síðar.


2. Hunda- og kattareglugerð
Samkvæmt reglugerðinni á nú að vera runninn út frestur til að hreinsa hunda, örmerkja þá og skila inn tryggingarvottorði þeirra vegna hér í sveit. Miðað við fjölda hunda í fyrra eru um 100 hundar skráðir í sveitarfélaginu og liggur ljóst fyrir að enn á eftir að hreinsa um 30-40 hunda. Búið er að örmerkja 15-20 hunda og örfá tryggingavottorð hafa borist. Töluverð umræða varð um fyrirkomulag og eftirlit og aðgerðir við brotum á reglugerðinni. Nefndarfólk telur að það þurfi að koma upp liðskiptri gjaldskrá (til viðbótar grunngjaldi vegna eftirlitsþáttar) gagnvart þeim hundaeigendum sem ekki uppfylla reglurnar að loknum tilskildum fresti.
Bjarna, dýraeftirlitsmanni var falið að senda Heilbrigðiseftirlitinu lista yfir framkvæmd samþykktar um hunda- og kattahald og leita allra ráða til að fá fólk til að framfylgja samþykktinni.


3. ársskýrsla nefndarinnar
Fyrir liggur að gera ársskýrslu um störf nefndarinnar á nýliðnu ári. Jafnframt var Bjarna falið að vinna starfsáætlun fyrir árið 2005 með svipuðu sniði og fyrra árs áætlun. Sigríði ritara var falið að vinna skýrsluna í samráði við Bjarna.


4. önnur mál
Hvað varðar refa- og minkaeyðingu þarf að liggja ljóst fyrir hvort hún verði áfram hjá sveitarfélögum eða færist yfir til ríkisins eins og verið hefur í umræðunni. Rætt var um að fjárfesta þyrfti í fleiri gildrum fyrir minkinn. óskað var eftir því að Bjarni, dýraeftirlitsmaður kannaði hvað væri í gangi í nokkrum öðrum sveitarfélögum, sambærilegum að landslagi, og varðar refa- og minkaeyðinguna. í framhaldi af því kæmi hann með tillögur um tilhögun og fyrirkomulag veiðanna á árinu.
Rætt var um gangnafyrirkomulag víða í sveitinni og tilraunaupprekstrarsvæði fremst í Eyjafjarðardal á liðnu hausti. Skoða þarf árangurinn og meta áframhaldið í ljósi þess.Fundi slitið kl.22.55. SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?