Atvinnumálanefnd

48. fundur 13. ágúst 2007 kl. 10:36 - 10:36 Eldri-fundur
48. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar þriðjudaginn 11. júní 2007 kl. 20.00.
á fundinn mættu Benjamín Baldursson,  Birgir Arason, Orri óttarsson, Bryndís Símonardóttir og Dóróthea Jónsdóttir.

Fyrir fundinum lá eftirfarandi:

1) Skoðun á réttum og gangnasvæðum sveitarfélagsins.
Nefndarmenn fóru saman og skoðuðu réttir og skiptingu gangnasvæða í sveitinni.  Keyrt var allt frá Vaðlaheiði að Hólsgerði og út að Hvammi.  Nefndin var sammála um að endurbyggja þyrfti Vatnsendarétt.  Efnið er til en finna þarf lausn á vinnu við endurbætur.  
Taka þarf ákvörðun um framtíð Jórunnarstaðaréttar þar sem notkun hennar er breytt vegna breytinga á smalafyrirkomulagi.

2) önnur mál.
Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að ekki sé æskilegt að auglýsingar fari frá skrifstofu í nafni nefndar nema með samþykki formanns.


Fleira ekki rætt og fundi slitið 01:00 / D.J.
Getum við bætt efni síðunnar?