Atvinnumálanefnd

28. fundur 07. desember 2006 kl. 00:56 - 00:56 Eldri-fundur

28. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 14. apríl 2005 kl. 20.10.


Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður.


Dagskrá:
1. ársskýrsla nefndarinnar 2004 og starfsáætlun 2005
2. Refa- og minkaeyðing
3. Sauðfjárbændur á svæðinu frá Skjóldalsá suður að Gullbrekku eru boðaðir á fundinn kl. 21.001. ársskýrsla nefndarinnar 2004 og starfsáætlun 2005
Nefndarfólk hafði til umfjöllunar ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2004 sem áður hafði verið dreift. Hún var samþykkt án athugasemda. það sama á við um starfsáætlun fyrir árið 2005 sem jafnframt hafði verið send út áður til nefndarfólks.


2. Refa- og minkaeyðing
Bjarni hefur kynnt sér með hvaða hætti greiðsla hefur farið fram fyrir refa- og minkaeyðingu í öðrum sveitarfélögum. Einkum var rætt um kosti þess að greiða fyrir veidd dýr (6.000 krónur fyrir mink og 14.000 fyrir ref) en ekkert fyrir leit og fá ákveðna menn til þess að fara á greni. Bjarni var búinn að heyra í þeim aðilum sem hafa tekið þátt í þessum veiðum hér í sveitarfélaginu og hafa þeir tekið vel í þetta fyrirkomulag. Samþykkt var að fá Bjarna til að leita samninga við viðkomandi aðila á þessum grunni, gera samning til eins árs og hafa inni í samningi að þeir skili af sér skýrslu um veiðina. Aðeins fólk búsett í þessu sveitarfélagi getur fengið greiðslu fyrir unnið dýr og þá samkvæmt taxta veiðistjóra.


3. Upprekstrarsvæðið frá Skjóldalsá suður að Gullbrekku
Sauðfjárbændur á þessu svæði voru boðaðir á fundinn til að koma á framfæri sínum skoðunum er varða gangnamál á svæðinu fyrir nefndina til að vinna úr áfram. Mættir voru Georg á öldu, Ingólfur í Ytra Dalsgerði, Jónas og Kristín í Litla Dal, Magni í árgerði, Birgir í Litla Garði, Tryggvi í Hvassafelli, þorsteinn í Samkomugerði, þorvaldur í Ysta Gerði og ævar í Miklagarði auk Bjarna Kristjánssonar, sveitarstjóra. Umræður urðu töluverðar og ábendingar komu fram um fyrirkomulag og framkvæmd. Nefndin kannar lagagrunninn á ákveðnum framkvæmdum sem mestan hljómgrunn fengu, s.s. að smala á öðrum tíma, hafa einar göngur og fjölga mönnum frá því sem nú er. ákveðið var að gangnaforingjarnir yrðu í sambandi og kölluðu síðan saman sína menn til að reyna að finna út hvaða fyrirkomulag hentaði best á svæðinu.


Fundi slitið kl. 22.30. SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?